Erlent

Samkynhneigðir fá að giftast í New York

Amkynhneigðir mega loksins giftast í New York eftir 42 ára réttindabaráttu. Myndin er tekin á Gay Pride á Íslandi.
Amkynhneigðir mega loksins giftast í New York eftir 42 ára réttindabaráttu. Myndin er tekin á Gay Pride á Íslandi.
Löggjafarsamkunda New York ríkis í Bandaríkjunum samþykkti í gær lög sem heimila hjónaband samkynhneigðra.

Lögin voru samþykkt með þrjátíu og þremur atkvæðum gegn tuttugu og níu, en Repúblikanaflokkurinn situr í meirihluta í ríkinu. New York varð þannig sjötta ríki Bandaríkjanna til að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra, og það langstærsta.

Fjöldi fólks fagnaði lögunum, meðal annars á hinum sögufræga Stonewall bar, en á þriðjudag verða fjörutíu og tvö ár liðin síðan réttindabarátta samkynhneigðra í Bandaríkjunum hófst með uppþotum á barnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×