Nadal og Federer áfram - Söderling úr leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. júní 2011 18:28 Roger Federer frá Sviss. Nordic Photos / AFP Rafael Nadal og Roger Federer komust báðir áfram í 16-manna úrslit í einliðaleik karla á Wimbledon-mótinu í tennis í dag. Öllum viðureignum í 32-manna úrslitum í kvenna- og karlaflokki er lokið. Nadal vann Gilles Müller frá Lúxemborg í þremur settum, 7-6, 7-6 og 6-0. Viðureignin hófst reyndar í gær en þá þurfti að hætta leik vegna rigningar. Nadal mætir Juan Martin Del Potro frá Argentínu í næstu umferð. Nadal gæti mætt Roger Federer í úrslitunum en sá síðarnefndi vann fremur þægilegan sigur á David Nalbandian frá Argentínu í dag, 6-4, 6-2 og 6-4. Federer féll úr leik í fjórðungsúrslitum Wimbledon-mótsins í fyrra en hann hefur alls sex sinnum unnið þennan titil. Í ár fær hann því aftur tækifæri til að jafna met Bandaríkjamannsins Pete Sampras sem vann Wimbledon-titilinn alls sjö sinnum á ferlinum. Federer hefur reyndar verið í lægð að undanförnu og ekki unnið stórmót síðan hann fann opna ástralska meistaramótið í janúar í fyrra. Af öðrum úrslitum má nefna að Svíinn Robin Söderling, fimmti efsti maður á styrkleikalistanum, féll úr leik þegar hann tapaði fyrir Ástralanum Bernard Tomic, 6-1, 6-4 og 7-5. Tomic er aðeins átján ára gamall og í 158. sæti heimslistans. Þá vann Novak Djokovic sigur á Kýpverjanum Marcos Baghdatis, 4-6, 6-4, 6-3 og 6-4 í frábærri viðureign en það tók Djokovic meira en tíu mínútur að vinna síðustu lotuna. Í kvennaflokki eru fjórar af tíu efstu á styrkleikalistanum fallnar úr leik en Williams-systurnar, Venus og Serena, eru enn á meðal keppenda sem og þær Caroline Wozniacki frá Danmörku og Maria Sharapova frá Rússlandi. Williams-systur hafa nánast einokað þetta mót síðustu ár og unnið í níu skipti af síðustu ellefu. Venus í alls fimm skipti og Serena fjögur.16-manna úrslit karla: Rafael Nadal (Spáni) - JM del Potro (Argentínu) Mardy Fish (Bandaríkjunum) - Tomas Berdych (Tékklandi) Andy Murray (Bretlandi) - Richard Gasquet (Frakklandi) Lukas Kubot (Póllandi) - Feliciano Lopez (Spáni) David Ferrer (Spáni) - Jo-Wilfried Tsonga (Frakklandi) Mikhail Youzhny (Rússlandi) - Roger Federer (Sviss) Bernard Tomic (Ástralíu) - Xavier Malisse (Belgíu) Michael Llodra (Frakklandi) - Novak Djokovic (Serbíu)16-manna úrslit kvenna: Caroline Wozniacki (Danmörku) - Dominika Cibulkova (Slóvakíu) Shuai Peng (Kína) - Maria Sharapova (Rússlandi) Sabine Lisicki (Belgíu) - Petra Cetkovska (Tékklandi) Marion Bartoli (Frakklandi) - Serena Williams (Bandaríkjunum) Tamira Baszek (Austurríki) - Ksenia Pervak (Rússlandi) Nadia Petrova (Rússlandi) - Victoria Azarenka (Hvíta-Rússlandi) Petra Kvitova (Tékklandi) - Yanina Wickmayer (Belgíu) Venus Williams (Bandaríkjunum) - Tsvetana Pironkova (Búlgaríu) Erlendar Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sjá meira
Rafael Nadal og Roger Federer komust báðir áfram í 16-manna úrslit í einliðaleik karla á Wimbledon-mótinu í tennis í dag. Öllum viðureignum í 32-manna úrslitum í kvenna- og karlaflokki er lokið. Nadal vann Gilles Müller frá Lúxemborg í þremur settum, 7-6, 7-6 og 6-0. Viðureignin hófst reyndar í gær en þá þurfti að hætta leik vegna rigningar. Nadal mætir Juan Martin Del Potro frá Argentínu í næstu umferð. Nadal gæti mætt Roger Federer í úrslitunum en sá síðarnefndi vann fremur þægilegan sigur á David Nalbandian frá Argentínu í dag, 6-4, 6-2 og 6-4. Federer féll úr leik í fjórðungsúrslitum Wimbledon-mótsins í fyrra en hann hefur alls sex sinnum unnið þennan titil. Í ár fær hann því aftur tækifæri til að jafna met Bandaríkjamannsins Pete Sampras sem vann Wimbledon-titilinn alls sjö sinnum á ferlinum. Federer hefur reyndar verið í lægð að undanförnu og ekki unnið stórmót síðan hann fann opna ástralska meistaramótið í janúar í fyrra. Af öðrum úrslitum má nefna að Svíinn Robin Söderling, fimmti efsti maður á styrkleikalistanum, féll úr leik þegar hann tapaði fyrir Ástralanum Bernard Tomic, 6-1, 6-4 og 7-5. Tomic er aðeins átján ára gamall og í 158. sæti heimslistans. Þá vann Novak Djokovic sigur á Kýpverjanum Marcos Baghdatis, 4-6, 6-4, 6-3 og 6-4 í frábærri viðureign en það tók Djokovic meira en tíu mínútur að vinna síðustu lotuna. Í kvennaflokki eru fjórar af tíu efstu á styrkleikalistanum fallnar úr leik en Williams-systurnar, Venus og Serena, eru enn á meðal keppenda sem og þær Caroline Wozniacki frá Danmörku og Maria Sharapova frá Rússlandi. Williams-systur hafa nánast einokað þetta mót síðustu ár og unnið í níu skipti af síðustu ellefu. Venus í alls fimm skipti og Serena fjögur.16-manna úrslit karla: Rafael Nadal (Spáni) - JM del Potro (Argentínu) Mardy Fish (Bandaríkjunum) - Tomas Berdych (Tékklandi) Andy Murray (Bretlandi) - Richard Gasquet (Frakklandi) Lukas Kubot (Póllandi) - Feliciano Lopez (Spáni) David Ferrer (Spáni) - Jo-Wilfried Tsonga (Frakklandi) Mikhail Youzhny (Rússlandi) - Roger Federer (Sviss) Bernard Tomic (Ástralíu) - Xavier Malisse (Belgíu) Michael Llodra (Frakklandi) - Novak Djokovic (Serbíu)16-manna úrslit kvenna: Caroline Wozniacki (Danmörku) - Dominika Cibulkova (Slóvakíu) Shuai Peng (Kína) - Maria Sharapova (Rússlandi) Sabine Lisicki (Belgíu) - Petra Cetkovska (Tékklandi) Marion Bartoli (Frakklandi) - Serena Williams (Bandaríkjunum) Tamira Baszek (Austurríki) - Ksenia Pervak (Rússlandi) Nadia Petrova (Rússlandi) - Victoria Azarenka (Hvíta-Rússlandi) Petra Kvitova (Tékklandi) - Yanina Wickmayer (Belgíu) Venus Williams (Bandaríkjunum) - Tsvetana Pironkova (Búlgaríu)
Erlendar Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sjá meira