Friðrik Ingi: Jakob og Hlynur eru mjög ánægðir með hann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2011 13:00 Peter Öqvist stýrir hér Sundsvall liðinu í vetur. Mynd/Valli Friðrik Ingi Rúnarsson, framkvæmdastjóri KKÍ, var í forystuhlutverki hjá KKÍ í því að ráða Svíann Peter Öqvist sem þjálfara A-landslið karla í körfubolta. Karlalandsliðið hefur legið í dvala síðan haustið 2009 en nú er ljóst að liðið tekur þátt í Norðurlandamótinu í sumar og svo í Evrópukeppninni 2012 til 2013. „Þeim sem hafa verið í landsliðsnefnd og stjórn á síðustu árum og hafa farið fyrir þessum málum fannst vera tímapunktur núna eftir þessa pásu að koma inn með breyttar áherslur og fá inn nýtt og ferskt blóð," sagði Friðrik Ingi um aðalástæðu þess að erlendur þjálfari var ráðinn að þessu sinni. „Það er margt sem þarf að fara saman þegar ráðinn er erlendur þjálfari. Það lítur kannski út í fyrstu eins og þetta sé of dýr pakki fyrir okkur en það voru röð atvika sem sáu til þess að þetta gekk upp," sagði Friðrik Ingi. „Margir gætu velt því fyrir sér að eitthvað hljóti þetta að kosta. Þetta er verkefnatengt og hann er ekki að koma í þetta starf vegna peninganna. Hann er samt ekki að gera þetta frítt," sagði Friðrik Ingi. „Peter þekkir vel til íslenskra leikmanna og fyrir hvað þeir standa. Hann hefur líka fylgst með íslenskum leikmönnum því hann var í þjálfarateymi yngri landsliða Svía fyrir nokkrum árum síðan. Hann þekkir því til þeirra margra þótt að hann þekki þá ekki persónulega," segir Friðrik Ingi. „Peter er mjög áhugasamur um þetta og lítur á þetta sem mikinn heiður og mikið tækifæri fyrir sig. Við bindum við hann ákveðnar vonir og það er mjög gott ef báðir aðilar geta síðan verið sáttir með þá vinnu og það samstarf," segir Friðrik Ingi. „Við erum búnir að skoða hans bakgrunn. Það er ekkert leyndarmál að hann er metnaðargjarn og mjög vinnusamur. Við erum búnir að fá upplýsingar frá mörgum góðum mönnum," segir Friðrik Ingi. „Ég er búinn að eyða einhverjum tíma í vetur að vera í samskiptum við ýmsa aðila. Mér var falið það af landsliðsnefndinni og stjórninni að fara í þetta mál og tala við mann og annan," segir Friðrik. „Ég talaði við þá íslensku leikmenn sem eru að spila erlendis. Ég heyrði vel í Jakobi og Hlyn með Peter. Jakob hafði líka samanburð frá árinu áður þegar Sundsvall var með allt öðruvísi lið heldur en í ár. Ég fékk það frá andstæðingum hans að hann væri fljótur að bregðast við og væri mjög klókur þjálfari. Jakob og Hlynur eru mjög ánægðir með hann," segir Friðrik. „Ég heyrði í Helga og Loga sem töluðu við mann og annan í sínu umhverfi. Ég talaði við menn frá sænska sambandinu og við menn sem hafa unnið með honum á árum áður. Það er búið að vinna þetta hægt og rólega á síðustu mánuðum. Hann fær virkilega góð meðmæli allstaðar og það var ljóst þegar maður settist niður með honum og talaði við hann, að hann væri mikill fagmaður," segir Friðrik. „Hann er mjög metnaðargjarn og veit nákvæmlega hvert hann stefnir og hvert hann ætlar. Hann ætlar sér lengra. Ef við getum hjálpað hvorum öðrum að gera vel á næstu misserum þá er það jákvætt fyrir báða," sagði Friðrik Ingi. Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Sjá meira
Friðrik Ingi Rúnarsson, framkvæmdastjóri KKÍ, var í forystuhlutverki hjá KKÍ í því að ráða Svíann Peter Öqvist sem þjálfara A-landslið karla í körfubolta. Karlalandsliðið hefur legið í dvala síðan haustið 2009 en nú er ljóst að liðið tekur þátt í Norðurlandamótinu í sumar og svo í Evrópukeppninni 2012 til 2013. „Þeim sem hafa verið í landsliðsnefnd og stjórn á síðustu árum og hafa farið fyrir þessum málum fannst vera tímapunktur núna eftir þessa pásu að koma inn með breyttar áherslur og fá inn nýtt og ferskt blóð," sagði Friðrik Ingi um aðalástæðu þess að erlendur þjálfari var ráðinn að þessu sinni. „Það er margt sem þarf að fara saman þegar ráðinn er erlendur þjálfari. Það lítur kannski út í fyrstu eins og þetta sé of dýr pakki fyrir okkur en það voru röð atvika sem sáu til þess að þetta gekk upp," sagði Friðrik Ingi. „Margir gætu velt því fyrir sér að eitthvað hljóti þetta að kosta. Þetta er verkefnatengt og hann er ekki að koma í þetta starf vegna peninganna. Hann er samt ekki að gera þetta frítt," sagði Friðrik Ingi. „Peter þekkir vel til íslenskra leikmanna og fyrir hvað þeir standa. Hann hefur líka fylgst með íslenskum leikmönnum því hann var í þjálfarateymi yngri landsliða Svía fyrir nokkrum árum síðan. Hann þekkir því til þeirra margra þótt að hann þekki þá ekki persónulega," segir Friðrik Ingi. „Peter er mjög áhugasamur um þetta og lítur á þetta sem mikinn heiður og mikið tækifæri fyrir sig. Við bindum við hann ákveðnar vonir og það er mjög gott ef báðir aðilar geta síðan verið sáttir með þá vinnu og það samstarf," segir Friðrik Ingi. „Við erum búnir að skoða hans bakgrunn. Það er ekkert leyndarmál að hann er metnaðargjarn og mjög vinnusamur. Við erum búnir að fá upplýsingar frá mörgum góðum mönnum," segir Friðrik Ingi. „Ég er búinn að eyða einhverjum tíma í vetur að vera í samskiptum við ýmsa aðila. Mér var falið það af landsliðsnefndinni og stjórninni að fara í þetta mál og tala við mann og annan," segir Friðrik. „Ég talaði við þá íslensku leikmenn sem eru að spila erlendis. Ég heyrði vel í Jakobi og Hlyn með Peter. Jakob hafði líka samanburð frá árinu áður þegar Sundsvall var með allt öðruvísi lið heldur en í ár. Ég fékk það frá andstæðingum hans að hann væri fljótur að bregðast við og væri mjög klókur þjálfari. Jakob og Hlynur eru mjög ánægðir með hann," segir Friðrik. „Ég heyrði í Helga og Loga sem töluðu við mann og annan í sínu umhverfi. Ég talaði við menn frá sænska sambandinu og við menn sem hafa unnið með honum á árum áður. Það er búið að vinna þetta hægt og rólega á síðustu mánuðum. Hann fær virkilega góð meðmæli allstaðar og það var ljóst þegar maður settist niður með honum og talaði við hann, að hann væri mikill fagmaður," segir Friðrik. „Hann er mjög metnaðargjarn og veit nákvæmlega hvert hann stefnir og hvert hann ætlar. Hann ætlar sér lengra. Ef við getum hjálpað hvorum öðrum að gera vel á næstu misserum þá er það jákvætt fyrir báða," sagði Friðrik Ingi.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Sjá meira