Niðurgreiðsla líkamstjóna? Tómas Gunnarsson skrifar 19. ágúst 2011 06:00 Opinber niðurgreiðsla líkamstjóna í umferðarslysum hefur lengi verið undarleg og óskiljanleg staðreynd hér þrátt fyrir fjárþörf hins opinbera í margt annað. Ábendingar og áköll ýmissa á liðnum árum og áratugum til breytinga á þessu fáránlega háttalagi hafa engu skilað. Sinnuleysi almennings, doði opinberra aðila, þöggun fjölmiðla og hörð hagsmunagæsla áhrifaaðila, sem tryggingafélögin eru, virðast hafa ráðið hér líkt og í kvótamálum og lokun Guðmundar- og Geirfinnsmála. Kostnaðurinn lendir á almenningi eins og oft. Sérstakur hvati til skrifa um líkamstjónin er slys sem varð á fögrum vordegi 2010. Gömul vinkona var á göngu til að kaupa fisk í kvöldmatinn þegar ökumaður missti stjórn á bíl sínum svo hann fór upp á gangstétt og klemmdi hana upp við húsvegg og braut hné og fleiri bein í hægri fæti auk annarra alvarlegra áverka. Lögregla og sjúkralið voru fyrst til og síðan komu sjúkrahúsdvalir, svo mánuðum skipti, með margvíslegum aðgerðum. Og mjög er nú brugðið vinkonunni, sem var ungleg og óvenju vel á sig komin. Vantar mikið á að hún hafi náð sér og ljóst að aðgerðum svo sem endurhæfingu er langt í frá lokið. Verkfræðistofan Línuhönnun hefur áætlað kostnað vegna umferðarslysa á árinu 2005 og tengt hann launavísitölu Hagstofunnar. Samkvæmt því má ætla að kostnaður vegna umferðarslysa á árinu 2011 gæti verið um 38 milljarðar. Mikill hluti þessarar fjárhæðar fellur á ríkissjóð, sem kostunaraðila heilbrigðisþjónustu og sjúkra- og örorkutrygginga, auk annars sem tengist líkamstjónum í umferðarslysum. Getur verið löglegt og réttlætanlegt að ríkissjóður beri nánast allan kostnað af gáleysi og glannagangi ökumanna og eða bilunum ökutækja í umferðarslysum? Nei, alls ekki. Í 1.mgr. 88. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 segir: Sá sem ber ábyrgð á skráningarskyldu vélknúnu ökutæki skal bæta það tjón sem hlýst af notkun þess enda þótt tjónið verði ekki rakið til bilunar eða galla á tækinu eða ógætni ökumanns. Hér hvílir því og hefur lengi hvílt víðtæk og ótvíræð lagaskylda á eiganda bifreiðar að greiða tjón sem hlýst af notkun hennar. Þessi skylda er síðan geirnegld með lagaskyldunni um að ábyrgðartryggja ökutæki og þannig ætti kostnaðurinn af umferðarslysunum að lenda að mestu á tryggingafélögum en ekki á ríkissjóði. Ekki virðist tíðkað að gera kröfur og leggja fram reikninga vegna margvíslegrar opinberrar þjónustu hér, svo sem þjónustu heilbrigðisstofnananna, nema þegar útlendingar eiga í hlut. En ljóst má vera að fjáraustur ríkissjóðs í lögbrot, sem jafnan fylgja umferðarslysum, hefur áhrif og dregur úr margvíslegri viðleitni til að koma í veg fyrir slys. Á þennan hátt hefur ríkissjóður niðurgreitt líkamstjón. Margar opinberar stofnanir sem ættu að láta sig þetta varða, hafa ekkert gert í málinu svo séð verði. Nefnd skulu: Alþingi, dómstólar, ráðuneyti fjármála, innanríkis og velferðar, Ríkisendurskoðun, umboðsmaður Alþingis, Persónuvernd, umboðsmaður barna og Umferðarstofa, svo og Félag íslenskra bifreiðaeigenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Opinber niðurgreiðsla líkamstjóna í umferðarslysum hefur lengi verið undarleg og óskiljanleg staðreynd hér þrátt fyrir fjárþörf hins opinbera í margt annað. Ábendingar og áköll ýmissa á liðnum árum og áratugum til breytinga á þessu fáránlega háttalagi hafa engu skilað. Sinnuleysi almennings, doði opinberra aðila, þöggun fjölmiðla og hörð hagsmunagæsla áhrifaaðila, sem tryggingafélögin eru, virðast hafa ráðið hér líkt og í kvótamálum og lokun Guðmundar- og Geirfinnsmála. Kostnaðurinn lendir á almenningi eins og oft. Sérstakur hvati til skrifa um líkamstjónin er slys sem varð á fögrum vordegi 2010. Gömul vinkona var á göngu til að kaupa fisk í kvöldmatinn þegar ökumaður missti stjórn á bíl sínum svo hann fór upp á gangstétt og klemmdi hana upp við húsvegg og braut hné og fleiri bein í hægri fæti auk annarra alvarlegra áverka. Lögregla og sjúkralið voru fyrst til og síðan komu sjúkrahúsdvalir, svo mánuðum skipti, með margvíslegum aðgerðum. Og mjög er nú brugðið vinkonunni, sem var ungleg og óvenju vel á sig komin. Vantar mikið á að hún hafi náð sér og ljóst að aðgerðum svo sem endurhæfingu er langt í frá lokið. Verkfræðistofan Línuhönnun hefur áætlað kostnað vegna umferðarslysa á árinu 2005 og tengt hann launavísitölu Hagstofunnar. Samkvæmt því má ætla að kostnaður vegna umferðarslysa á árinu 2011 gæti verið um 38 milljarðar. Mikill hluti þessarar fjárhæðar fellur á ríkissjóð, sem kostunaraðila heilbrigðisþjónustu og sjúkra- og örorkutrygginga, auk annars sem tengist líkamstjónum í umferðarslysum. Getur verið löglegt og réttlætanlegt að ríkissjóður beri nánast allan kostnað af gáleysi og glannagangi ökumanna og eða bilunum ökutækja í umferðarslysum? Nei, alls ekki. Í 1.mgr. 88. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 segir: Sá sem ber ábyrgð á skráningarskyldu vélknúnu ökutæki skal bæta það tjón sem hlýst af notkun þess enda þótt tjónið verði ekki rakið til bilunar eða galla á tækinu eða ógætni ökumanns. Hér hvílir því og hefur lengi hvílt víðtæk og ótvíræð lagaskylda á eiganda bifreiðar að greiða tjón sem hlýst af notkun hennar. Þessi skylda er síðan geirnegld með lagaskyldunni um að ábyrgðartryggja ökutæki og þannig ætti kostnaðurinn af umferðarslysunum að lenda að mestu á tryggingafélögum en ekki á ríkissjóði. Ekki virðist tíðkað að gera kröfur og leggja fram reikninga vegna margvíslegrar opinberrar þjónustu hér, svo sem þjónustu heilbrigðisstofnananna, nema þegar útlendingar eiga í hlut. En ljóst má vera að fjáraustur ríkissjóðs í lögbrot, sem jafnan fylgja umferðarslysum, hefur áhrif og dregur úr margvíslegri viðleitni til að koma í veg fyrir slys. Á þennan hátt hefur ríkissjóður niðurgreitt líkamstjón. Margar opinberar stofnanir sem ættu að láta sig þetta varða, hafa ekkert gert í málinu svo séð verði. Nefnd skulu: Alþingi, dómstólar, ráðuneyti fjármála, innanríkis og velferðar, Ríkisendurskoðun, umboðsmaður Alþingis, Persónuvernd, umboðsmaður barna og Umferðarstofa, svo og Félag íslenskra bifreiðaeigenda.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun