Díoxín í ryki talið valda endurmengun 6. apríl 2011 06:30 Sorpbrennslan Funi. Talið er víst að mikið magn mengandi efna sé til staðar í nágrenni sorpbrennslunnar. Fjúkandi ryk, sem inniheldur díoxín og fleiri efni, viðheldur menguninni.fréttablaðið/rósa Eitrið díoxín er talið líklegt til að verða bundið í jarðvegi í Engidal í Skutulsfirði áratugum saman. Ekki eru taldar forsendur til að undanskilja nein dýr á svæðinu þegar talað er um mengun frá sorpbrennslunni Funa, hvorki búfénað né villt dýr. Líklegt er talið að mengun sé enn að eiga sér stað á svæðinu með fjúkandi ryki sem inniheldur eiturefni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri áfangaskýrslu sérfræðihóps Matvælastofnunar sem fjallað hefur um mengun í búfé og framtíð búskapar í Skutulsfirði vegna mengunar frá Funa. Kjartan Hreinsson, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun, segir það líklegt að díoxín verði bundið í jarðvegi í Skutulsfirði í áratugi. Hversu lengi nákvæmlega er ekki vitað þar sem það fari eftir samsetningu mengunarinnar eða hvaða díoxín á í hlut. „Það var bara hætt að brenna þarna í desember og ekki er vitað hvað efnin bindast hratt. Þau geta fokið um eins og eldfjallaaska og valdið endurmengun á grasi og gróðri,“ segir Kjartan. Í skýrslunni kemur fram að samkvæmt gögnum Veðurstofunnar er ríkjandi vindátt á staðnum inn dalinn. „Fram að þeim tíma að brennslu var hætt, hefur sennilega borist stöðug mengun út í umhverfið í formi ryks og agna. [...] Mikið af þessu efni er enn á svæðinu og sennilegt er að það verði á ferðinni þar um nokkurn tíma, hversu lengi er erfitt að segja til um. Því er líklegt að mengun sé enn að eiga sér stað á svæðinu, alla vega hvað skepnur varðar.“ Sérfræðihópurinn gerir það að tillögu sinni að gerð verði tilraun í sumar til að kanna upptöku díoxíns og fleiri efna í Engidal. Kjartan segir að þá yrðu fengnar kindur með lömbum frá ómenguðu svæði til beitar á fyrirfram tilgreindu svæði. „Þetta teljum við vænlegustu leiðina til að meta heildarástandið með tilliti til framtíðar nýtingar.“ Án slíkrar tilraunar er ekki óhætt að hleypa afurðum á markað nema að undangengnum ítarlegum rannsóknum, að mati sérfræðihópsins. Framtíð nytja í Engidal, sem og aðra nýtingu svæðisins er í lausu lofti. Mælt er með því að aðkomufé sé haldið frá svæðinu, öllu heyi beri að farga og huga þurfi að sýnatöku úr rjúpu og berjum fyrir veiðitíma og uppskeru. Kjartan telur einnig að taka verði sýni úr villtum fiski úr ánni í Engidal og lóni þar sem setið geti verið mengað. svavar@frettabladid.is Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Eitrið díoxín er talið líklegt til að verða bundið í jarðvegi í Engidal í Skutulsfirði áratugum saman. Ekki eru taldar forsendur til að undanskilja nein dýr á svæðinu þegar talað er um mengun frá sorpbrennslunni Funa, hvorki búfénað né villt dýr. Líklegt er talið að mengun sé enn að eiga sér stað á svæðinu með fjúkandi ryki sem inniheldur eiturefni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri áfangaskýrslu sérfræðihóps Matvælastofnunar sem fjallað hefur um mengun í búfé og framtíð búskapar í Skutulsfirði vegna mengunar frá Funa. Kjartan Hreinsson, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun, segir það líklegt að díoxín verði bundið í jarðvegi í Skutulsfirði í áratugi. Hversu lengi nákvæmlega er ekki vitað þar sem það fari eftir samsetningu mengunarinnar eða hvaða díoxín á í hlut. „Það var bara hætt að brenna þarna í desember og ekki er vitað hvað efnin bindast hratt. Þau geta fokið um eins og eldfjallaaska og valdið endurmengun á grasi og gróðri,“ segir Kjartan. Í skýrslunni kemur fram að samkvæmt gögnum Veðurstofunnar er ríkjandi vindátt á staðnum inn dalinn. „Fram að þeim tíma að brennslu var hætt, hefur sennilega borist stöðug mengun út í umhverfið í formi ryks og agna. [...] Mikið af þessu efni er enn á svæðinu og sennilegt er að það verði á ferðinni þar um nokkurn tíma, hversu lengi er erfitt að segja til um. Því er líklegt að mengun sé enn að eiga sér stað á svæðinu, alla vega hvað skepnur varðar.“ Sérfræðihópurinn gerir það að tillögu sinni að gerð verði tilraun í sumar til að kanna upptöku díoxíns og fleiri efna í Engidal. Kjartan segir að þá yrðu fengnar kindur með lömbum frá ómenguðu svæði til beitar á fyrirfram tilgreindu svæði. „Þetta teljum við vænlegustu leiðina til að meta heildarástandið með tilliti til framtíðar nýtingar.“ Án slíkrar tilraunar er ekki óhætt að hleypa afurðum á markað nema að undangengnum ítarlegum rannsóknum, að mati sérfræðihópsins. Framtíð nytja í Engidal, sem og aðra nýtingu svæðisins er í lausu lofti. Mælt er með því að aðkomufé sé haldið frá svæðinu, öllu heyi beri að farga og huga þurfi að sýnatöku úr rjúpu og berjum fyrir veiðitíma og uppskeru. Kjartan telur einnig að taka verði sýni úr villtum fiski úr ánni í Engidal og lóni þar sem setið geti verið mengað. svavar@frettabladid.is
Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira