Húkka sér bílfar á netinu 6. apríl 2011 22:30 MYND/Getty Þótt enn megi sjá stöku ferðalang standa með útréttan þumal við þjóðveginn húkka flestir nútíma puttalingar bílfar á netinu. Á sama tíma sækjast ferðamenn á bílaleigubílum eftir farþegum með sér. „Puttalingar nútímans skipuleggja ferðir sínar með auglýsingum á netinu og tryggja sér far með ókunnugum fram í tímann, en á sama tíma leita æ fleiri bíleigendur að samferðafólki til lengri ferða, og með góðum árangri," segir Birgir Þór Halldórsson eigandi vefsíðunnar samferda.is sem nú er helsti viðkomustaður puttalinga með líflegan húkkmarkað Íslendinga sem og útlendra ferðamanna um sveitir lands. „Eftir að kreppti að í buddum landsmanna 2009 varð sprenging í notkun vefsíðunnar og á þessu ári hafa komið fram nýir toppar sem ég skrifa á ofurhátt eldsneytisverð," segir Birgir og bætir við að allir græði á að vera samferða. „Þetta er hagkvæmt fyrir alla; ekki síst bíleigendur sem annars færu einir í tómum bíl með dýran bensíntank. Flestir ákveða fyrirfram hvað þeir leggja til í bensínkostnað, en samferða kemst fólk mun ódýrar á milli staða." Birgir segir hápunkta húkks vera frá miðvikudegi til laugardags, og um jól, páska og á sumrin. „Þeir sem óska sér farþega fylla oft bíla sína á innan við klukkustund og er ég þá iðulega beðinn um að taka út auglýsingar vegna mikillar eftirspurnar," segir Birgir, sem að hvata þýskrar vinkonu sinnar stofnaði samferda.is, en sams konar vefsíður hafa lengi verið ómissandi hluti ferðamennsku þar í landi. „Viðtökurnar urðu strax góðar en Akureyringar hafa frá upphafi verið duglegastir að nýta sér vefinn árið um kring," segir Birgir, en ferðalög innan samferda.is hafa ávallt snúist um lengri ferðir. „Af og til skapast umræða um samferðir innanbæjar en fólk óttast að innbrotsþjófar fylgist þá grannt með ferðum þess á dagvinnutíma," segir Birgir, sem efast ekki um að fólk hafi bundist vina- og jafnvel ástarböndum á ferðum sínum samferða, enda kynnist fólk dável saman í bíl klukkutímum saman. „Puttalingar eru með opnari hug en þeir sem kjósa að ferðast einir, og sem betur fer búum við enn í öruggu og vinsamlegu samfélagi þar sem fólk óttast ekki að fara í bíl með ókunnum," segir Birgir. Þegar vorar segir Birgir áberandi að útlendingar leiti farþega í bílaleigubíla sína, til að deila bensínkostnaði og upplifun sinni. „Þá fjölgar alltaf í hópi þeirra sem fer hringinn með því að húkka far, og spennandi að sjá hvernig fer nú þegar dýrtíð og auraleysi hamlar ferðafólki." thordis@frettabladid.is Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Þótt enn megi sjá stöku ferðalang standa með útréttan þumal við þjóðveginn húkka flestir nútíma puttalingar bílfar á netinu. Á sama tíma sækjast ferðamenn á bílaleigubílum eftir farþegum með sér. „Puttalingar nútímans skipuleggja ferðir sínar með auglýsingum á netinu og tryggja sér far með ókunnugum fram í tímann, en á sama tíma leita æ fleiri bíleigendur að samferðafólki til lengri ferða, og með góðum árangri," segir Birgir Þór Halldórsson eigandi vefsíðunnar samferda.is sem nú er helsti viðkomustaður puttalinga með líflegan húkkmarkað Íslendinga sem og útlendra ferðamanna um sveitir lands. „Eftir að kreppti að í buddum landsmanna 2009 varð sprenging í notkun vefsíðunnar og á þessu ári hafa komið fram nýir toppar sem ég skrifa á ofurhátt eldsneytisverð," segir Birgir og bætir við að allir græði á að vera samferða. „Þetta er hagkvæmt fyrir alla; ekki síst bíleigendur sem annars færu einir í tómum bíl með dýran bensíntank. Flestir ákveða fyrirfram hvað þeir leggja til í bensínkostnað, en samferða kemst fólk mun ódýrar á milli staða." Birgir segir hápunkta húkks vera frá miðvikudegi til laugardags, og um jól, páska og á sumrin. „Þeir sem óska sér farþega fylla oft bíla sína á innan við klukkustund og er ég þá iðulega beðinn um að taka út auglýsingar vegna mikillar eftirspurnar," segir Birgir, sem að hvata þýskrar vinkonu sinnar stofnaði samferda.is, en sams konar vefsíður hafa lengi verið ómissandi hluti ferðamennsku þar í landi. „Viðtökurnar urðu strax góðar en Akureyringar hafa frá upphafi verið duglegastir að nýta sér vefinn árið um kring," segir Birgir, en ferðalög innan samferda.is hafa ávallt snúist um lengri ferðir. „Af og til skapast umræða um samferðir innanbæjar en fólk óttast að innbrotsþjófar fylgist þá grannt með ferðum þess á dagvinnutíma," segir Birgir, sem efast ekki um að fólk hafi bundist vina- og jafnvel ástarböndum á ferðum sínum samferða, enda kynnist fólk dável saman í bíl klukkutímum saman. „Puttalingar eru með opnari hug en þeir sem kjósa að ferðast einir, og sem betur fer búum við enn í öruggu og vinsamlegu samfélagi þar sem fólk óttast ekki að fara í bíl með ókunnum," segir Birgir. Þegar vorar segir Birgir áberandi að útlendingar leiti farþega í bílaleigubíla sína, til að deila bensínkostnaði og upplifun sinni. „Þá fjölgar alltaf í hópi þeirra sem fer hringinn með því að húkka far, og spennandi að sjá hvernig fer nú þegar dýrtíð og auraleysi hamlar ferðafólki." thordis@frettabladid.is
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira