Sport

Taylor frá út tímabilið

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Taylor hefur vakið verðskuldaða athygli fyrri frammistöðu sína í haust og vetur.
Taylor hefur vakið verðskuldaða athygli fyrri frammistöðu sína í haust og vetur. MYND/NORDIC PHOTOS/GETTY
Allt bendir til þess að miðvörðurinn Steven Taylor hjá Newcastle United leiki ekki meira með liðinu á tímabilinu en félagið hefur staðfest að Taylor muni fara í aðgerð á hásin á morgun mánudag.

Taylor hefur leikið frábærlega í vörn Newcastle sem hefur komið liða mest á óvart í ensku úrvalsdeildinni í vetur og verður sárt saknað en hann fór meiddur af leikvelli undir lok leiks Newcastle og Chelsea í gær.

Félagi Taylor í vörn Newcastle Fabricio Coloccini fór einnig meiddur af leikvelli í leiknum í gær vegna tognunar á aftanverðu læri. Ekki þykir víst að Coloccini verði leikfær þegar Newcastle mætir Norwich um næstu helgi en næsta víst er að James Perch verði í byrjunarliði liðsins en Perch leysti Coloccini af hólmi gegn Chelsea.

Alan Pardew knattspyrnustjóri Newcastle gat stillt upp sömu varnarlínu í fyrstu fjórtán leikjum liðsins á tímabilinu sem lagði grunninn að góðri byrjun liðsins á tímabilinu.

Mike Willamson er fjarverandi vegna handarbrots og meiðsla á ökkla og því vantar Newcastle miðvörð til að fylla í skarðið. Það er því ekki loku fyrir það skotið að Newcastle verði á höttunum eftir miðverði þegar leikmannaglugginn opnar á nýjan leik á nýju ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×