Meðferðarfulltrúinn Krugman Hafsteinn Hauksson skrifar 2. nóvember 2011 09:00 Ég þekki engan alkahólista sem hefur ákveðið að takast á við drykkjuvandann með því að drekka sjaldnar og minna í hvert skipti - ef hann gæti það, þá væri hann ekki alkahólisti. Það er ástæðan fyrir því að engin meðferðarstofnun reynir að hjálpa drykkjumönnum að ná stjórn á drykkjunni, heldur að hætta henni alveg. Meðferðarfulltrúi sem teldi að einhver annar vegur væri drykkjusjúklingi fær myndi ekki halda starfi sínu lengi. Þrátt fyrir það stóð einn meðferðarfulltrúi í sínu fagi frammi fyrir íslensku þjóðinni í síðustu viku og veitti henni nákvæmlega slík ráð. Það var nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugman. Betri stefna Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 viðurkenndi hann að Íslendingar hefðu vissulega slæma reynslu af því að fara sjálfir með peningamálastjórn í landinu, en svarið væri ekki það að huga að upptöku annars gjaldmiðils, heldur að hafa bara betri peningamálastefnu. Jahá. Flóknara er það ekki! Hvað hélt Nóbelsverðlaunahafinn eiginlega að þeir sem efast um krónuna sem heppilegan gjaldmiðil væru ósáttir við? Myndirnar og litavalið á peningaseðlunum? Auðvitað er vandinn sá að umgjörð og stjórntæki peningastefnunnar glíma við fjölda kerfislægra galla sem hafa komið bersýnilega í ljós á síðustu árum, auk þess sem mikið hefur skort á bæði aga og skynsemi við beitingu þeirra í gegnum tíðina. Og gallarnir eru of djúpstæðir til að hægt sé að laga þá bara með því að vilja það, auk þess sem lítill vilji virðist yfir höfuð standa til þess. Að veita þjóð sem hefur hvorki getað haldið verðlagi né gengi gjaldmiðils síns stöðugu í meira en nokkur ár í senn síðustu 90 árin, ekki einu sinni undir fastgengisstefnu, þau ráð að hún þurfi bara betri peningamálastjórn er álíka gagnlegt og að veita alkahólista þau ráð að hann þurfi bara að drekka sjaldnar og minna í hvert skipti. Ef málið væri svo einfalt, þá væri enginn vandi til staðar til að byrja með.Upphaf umræðunnar, ekki endalok Paul Krugman er frábær hagfræðingur, sem hafði margt skynsamlegt til málanna að leggja þann stutta tíma sem hann dvaldist á landinu. Hann vakti upp mikilvægar og aðkallandi spurningar um framtíðarskipan peningamála á Íslandi, sem raunar er að mati undirritaðs það mikilvægasta sem Íslendingar þurfa að taka ákvörðun um eftir hrun fjármálakerfisins. En þau einfeldningslegu ráð sem Krugman veitti Íslendingum þar um afhjúpuðu þá staðreynd að orð hans ættu að marka upphafið að umræðunni, ekki endalok hennar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ég þekki engan alkahólista sem hefur ákveðið að takast á við drykkjuvandann með því að drekka sjaldnar og minna í hvert skipti - ef hann gæti það, þá væri hann ekki alkahólisti. Það er ástæðan fyrir því að engin meðferðarstofnun reynir að hjálpa drykkjumönnum að ná stjórn á drykkjunni, heldur að hætta henni alveg. Meðferðarfulltrúi sem teldi að einhver annar vegur væri drykkjusjúklingi fær myndi ekki halda starfi sínu lengi. Þrátt fyrir það stóð einn meðferðarfulltrúi í sínu fagi frammi fyrir íslensku þjóðinni í síðustu viku og veitti henni nákvæmlega slík ráð. Það var nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugman. Betri stefna Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 viðurkenndi hann að Íslendingar hefðu vissulega slæma reynslu af því að fara sjálfir með peningamálastjórn í landinu, en svarið væri ekki það að huga að upptöku annars gjaldmiðils, heldur að hafa bara betri peningamálastefnu. Jahá. Flóknara er það ekki! Hvað hélt Nóbelsverðlaunahafinn eiginlega að þeir sem efast um krónuna sem heppilegan gjaldmiðil væru ósáttir við? Myndirnar og litavalið á peningaseðlunum? Auðvitað er vandinn sá að umgjörð og stjórntæki peningastefnunnar glíma við fjölda kerfislægra galla sem hafa komið bersýnilega í ljós á síðustu árum, auk þess sem mikið hefur skort á bæði aga og skynsemi við beitingu þeirra í gegnum tíðina. Og gallarnir eru of djúpstæðir til að hægt sé að laga þá bara með því að vilja það, auk þess sem lítill vilji virðist yfir höfuð standa til þess. Að veita þjóð sem hefur hvorki getað haldið verðlagi né gengi gjaldmiðils síns stöðugu í meira en nokkur ár í senn síðustu 90 árin, ekki einu sinni undir fastgengisstefnu, þau ráð að hún þurfi bara betri peningamálastjórn er álíka gagnlegt og að veita alkahólista þau ráð að hann þurfi bara að drekka sjaldnar og minna í hvert skipti. Ef málið væri svo einfalt, þá væri enginn vandi til staðar til að byrja með.Upphaf umræðunnar, ekki endalok Paul Krugman er frábær hagfræðingur, sem hafði margt skynsamlegt til málanna að leggja þann stutta tíma sem hann dvaldist á landinu. Hann vakti upp mikilvægar og aðkallandi spurningar um framtíðarskipan peningamála á Íslandi, sem raunar er að mati undirritaðs það mikilvægasta sem Íslendingar þurfa að taka ákvörðun um eftir hrun fjármálakerfisins. En þau einfeldningslegu ráð sem Krugman veitti Íslendingum þar um afhjúpuðu þá staðreynd að orð hans ættu að marka upphafið að umræðunni, ekki endalok hennar.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun