Segist ekki hafa séð neitt um hagnað ríkissjóðs af jarðakaupum Nubos 9. nóvember 2011 12:00 Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kvaðst á Alþingi í gær ekki hafa séð neitt sem gæfi til kynna að ríkissjóður myndi hagnast á kaupum Kínverjans Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum. Skýrsla Arion banka, um gríðarlega jákvæð áhrif fjárfestinga hans á efnahagslífið, var engu að síður send honum persónulega í síðasta mánuði, en einnig ráðuneytinu og birt opinberlega. Það vakti athygli á Alþingi í gær að tveir áhrifamenn í stjórnarliðinu, þeir Kristján L. Möller og Ögmundur Jónasson, kýttust á um ágæti þess að veita Huang Nubo undanþágu til að kaupa jörðina. Kristján sagði að verið væri að loka heilbrigðisstofnunum og fleiru og tekjur vantaði í ríkissjóð. Hér væru miklar tekjur á ferðinni sem myndu verða til nýsköpunar og til uppbyggingar, meðal annars í vinnu í vetur við hönnun og undirbúning. ,,Veitir okkur nokkuð af því að fá þær tekjur, virðulegi forseti?" spurði Kristján. Svar Ögmundar var: ,,Ég hef ekki séð nein áform sem gefa til kynna að tekjuflæði verði sérstaklega inn í ríkissjóð vegna þessarar óskar." Fréttastofu er kunnugt um að skýrsla greiningardeildar Arion banka um hagræn áhrif fjárfestinga Nubos hér á landi var send Ögmundi persónulega í síðasta mánuði, en einnig ráðuneyti hans, þingflokkum og fjölmiðlum og birt opinberlega á netinu. Í henni kemur meðal annars fram að uppbygging lúxushótela fyrir 20 til 30 milljarða króna skapi 1200 til 1600 ársverk á framkvæmatíma og síðan sexhundruð til eittþúsund varanleg störf. Þá muni fjárfestingar Nubos leiða til þess að gjaldeyristekjur þjóðarbúsins aukist um 12 milljarða króna á ári. Tengdar fréttir Lúxushótel auka gjaldeyristekjur um 18 milljarða á ári Greining Arion banka segir að möguleiki sé á að auka gjaldeyristekjur af ferðamönnum um 18 milljarða á ári í framtíðinni. Þetta er háð því að byggt verði lúxushótel við hlið Hörpu og að ráðist verði í hótelbyggingar Kínverjans Huangs Nubo á Grímsstöðum á fjöllum og í Reykjavík. 26. október 2011 09:34 Segja fjárfestingar Nubos skapa þúsund varanleg störf Fjárfestingar Kínverjans Huang Nubos munu skapa sjö hundruð störf í greinum þar sem atvinnuleysi er mest. Þá munu þær skapa eitt þúsund varanleg störf hér á landi og tólf milljarða króna í gjaldeyristekjur á ári hverju. Þetta er mat greiningardeildar Arion banka sem hefur unnið sérstaka skýrslu um hagræn áhrif fjárfestingar Nubos hér á landi. 21. október 2011 19:42 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kvaðst á Alþingi í gær ekki hafa séð neitt sem gæfi til kynna að ríkissjóður myndi hagnast á kaupum Kínverjans Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum. Skýrsla Arion banka, um gríðarlega jákvæð áhrif fjárfestinga hans á efnahagslífið, var engu að síður send honum persónulega í síðasta mánuði, en einnig ráðuneytinu og birt opinberlega. Það vakti athygli á Alþingi í gær að tveir áhrifamenn í stjórnarliðinu, þeir Kristján L. Möller og Ögmundur Jónasson, kýttust á um ágæti þess að veita Huang Nubo undanþágu til að kaupa jörðina. Kristján sagði að verið væri að loka heilbrigðisstofnunum og fleiru og tekjur vantaði í ríkissjóð. Hér væru miklar tekjur á ferðinni sem myndu verða til nýsköpunar og til uppbyggingar, meðal annars í vinnu í vetur við hönnun og undirbúning. ,,Veitir okkur nokkuð af því að fá þær tekjur, virðulegi forseti?" spurði Kristján. Svar Ögmundar var: ,,Ég hef ekki séð nein áform sem gefa til kynna að tekjuflæði verði sérstaklega inn í ríkissjóð vegna þessarar óskar." Fréttastofu er kunnugt um að skýrsla greiningardeildar Arion banka um hagræn áhrif fjárfestinga Nubos hér á landi var send Ögmundi persónulega í síðasta mánuði, en einnig ráðuneyti hans, þingflokkum og fjölmiðlum og birt opinberlega á netinu. Í henni kemur meðal annars fram að uppbygging lúxushótela fyrir 20 til 30 milljarða króna skapi 1200 til 1600 ársverk á framkvæmatíma og síðan sexhundruð til eittþúsund varanleg störf. Þá muni fjárfestingar Nubos leiða til þess að gjaldeyristekjur þjóðarbúsins aukist um 12 milljarða króna á ári.
Tengdar fréttir Lúxushótel auka gjaldeyristekjur um 18 milljarða á ári Greining Arion banka segir að möguleiki sé á að auka gjaldeyristekjur af ferðamönnum um 18 milljarða á ári í framtíðinni. Þetta er háð því að byggt verði lúxushótel við hlið Hörpu og að ráðist verði í hótelbyggingar Kínverjans Huangs Nubo á Grímsstöðum á fjöllum og í Reykjavík. 26. október 2011 09:34 Segja fjárfestingar Nubos skapa þúsund varanleg störf Fjárfestingar Kínverjans Huang Nubos munu skapa sjö hundruð störf í greinum þar sem atvinnuleysi er mest. Þá munu þær skapa eitt þúsund varanleg störf hér á landi og tólf milljarða króna í gjaldeyristekjur á ári hverju. Þetta er mat greiningardeildar Arion banka sem hefur unnið sérstaka skýrslu um hagræn áhrif fjárfestingar Nubos hér á landi. 21. október 2011 19:42 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Lúxushótel auka gjaldeyristekjur um 18 milljarða á ári Greining Arion banka segir að möguleiki sé á að auka gjaldeyristekjur af ferðamönnum um 18 milljarða á ári í framtíðinni. Þetta er háð því að byggt verði lúxushótel við hlið Hörpu og að ráðist verði í hótelbyggingar Kínverjans Huangs Nubo á Grímsstöðum á fjöllum og í Reykjavík. 26. október 2011 09:34
Segja fjárfestingar Nubos skapa þúsund varanleg störf Fjárfestingar Kínverjans Huang Nubos munu skapa sjö hundruð störf í greinum þar sem atvinnuleysi er mest. Þá munu þær skapa eitt þúsund varanleg störf hér á landi og tólf milljarða króna í gjaldeyristekjur á ári hverju. Þetta er mat greiningardeildar Arion banka sem hefur unnið sérstaka skýrslu um hagræn áhrif fjárfestingar Nubos hér á landi. 21. október 2011 19:42