Innlent

Loftpressa brann yfir í Mjóddinni

Reykurinn sem barst upp úr kjallara í Mjóddinni um klukkan eitt í dag orsakaðist af því að loftpressa brann yfir. Enginn eldur myndaðist en nokkurn reyk lagði frá pressunni. Slökkviliðið vinnur nú að því að reykræsta kjallarann og er búist við því að slökkviliðsmenn ljúki störfum eftir um hálftíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×