Segir kreppuna geta seinkað uppbyggingu á Norðurlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 20. október 2011 18:45 Forstjóri Landsvirkjunar getur engu lofað um uppbyggingu í Þingeyjarsýslum á næstunni og hefur verulegar áhyggjur af því að efnahagskreppan í Evrópu seinki framkvæmdum. Iðnaðarráðherrra segir að annað álfyrirtæki en Alcoa sé meðal fimm fyrirtækja í viðræðum um orkuna. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sat fyrir svörum atvinnuveganefndar Alþingis í morgun um það hversvegna áform um álver á Bakka fóru út um þúfur. ,,Það er ekki það að það sé pólitísk ákvörðun að tala ekki við álfyrirtækin," sagði Hörður frammi fyrir þingnefndinni. Ekki hafi verið til næg orka, álver þurfti minnst fjögurhundruð megavött. Landsvirkjun gat boðið tvöhundruð, sagði Hörður, en best myndi henta þeim að byggja upp í næsta skrefi 50 megavött í Bjarnarflagi og 100 megavött á Þeistareykjum. Framhald mála var rætt í þingsalnum eftir hádegi. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra sagði að núna ættu menn að fagna því að fimm fyrirtæki væri í alvarlegum viðræðum við Landsvirkjun um atvinnuuppbyggingu fyrir norðan. Og eitt þeirra meira að segja álfyrirtæki, sagði Katrín. Það telji sig geta byggt upp með öðrum hætti, á þeim hraða sem jarðvarminn fyrir norðan bjóði upp á. En hvenær býst forstjóri Landsvirkjunar við að uppbyggingin hefjist? Það segir Hörður ráðast af því hvenær samningar náist við einhvern þeirra aðila sem nú sé rætt við. Ekki sé ljóst hvenær það gerist. Spurður hvort líkur séu á að það gerist á næstu vikum eða mánuðum svarar forstjórinn að því geti hann ekki lofað. Spurður hvort Landsvirkjunarmenn hafi áhyggjur af þeirri kreppu sem nú ríði yfir Evrópu og Vesturlönd svarar hann: ,,Já, verulegar áhyggur." -Gæti það seinkað framkvæmdum og samningum? ,,Já. Það gæti auðveldlega gert það." Þrír dagar eru nú frá því stærsti viðsemjandinn, Alcoa, hætti við. Hörður vill ekki kalla það áfall. Alltaf megi búast við því, þegar tekist sé á um mikla hagsmuni, að samningar náist ekki við alla aðila. Hvort þetta skaði samningsstöðu Landsvirkjunar gagnvart öðrum svarar Hörður: ,,Nei." Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Forstjóri Landsvirkjunar getur engu lofað um uppbyggingu í Þingeyjarsýslum á næstunni og hefur verulegar áhyggjur af því að efnahagskreppan í Evrópu seinki framkvæmdum. Iðnaðarráðherrra segir að annað álfyrirtæki en Alcoa sé meðal fimm fyrirtækja í viðræðum um orkuna. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sat fyrir svörum atvinnuveganefndar Alþingis í morgun um það hversvegna áform um álver á Bakka fóru út um þúfur. ,,Það er ekki það að það sé pólitísk ákvörðun að tala ekki við álfyrirtækin," sagði Hörður frammi fyrir þingnefndinni. Ekki hafi verið til næg orka, álver þurfti minnst fjögurhundruð megavött. Landsvirkjun gat boðið tvöhundruð, sagði Hörður, en best myndi henta þeim að byggja upp í næsta skrefi 50 megavött í Bjarnarflagi og 100 megavött á Þeistareykjum. Framhald mála var rætt í þingsalnum eftir hádegi. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra sagði að núna ættu menn að fagna því að fimm fyrirtæki væri í alvarlegum viðræðum við Landsvirkjun um atvinnuuppbyggingu fyrir norðan. Og eitt þeirra meira að segja álfyrirtæki, sagði Katrín. Það telji sig geta byggt upp með öðrum hætti, á þeim hraða sem jarðvarminn fyrir norðan bjóði upp á. En hvenær býst forstjóri Landsvirkjunar við að uppbyggingin hefjist? Það segir Hörður ráðast af því hvenær samningar náist við einhvern þeirra aðila sem nú sé rætt við. Ekki sé ljóst hvenær það gerist. Spurður hvort líkur séu á að það gerist á næstu vikum eða mánuðum svarar forstjórinn að því geti hann ekki lofað. Spurður hvort Landsvirkjunarmenn hafi áhyggjur af þeirri kreppu sem nú ríði yfir Evrópu og Vesturlönd svarar hann: ,,Já, verulegar áhyggur." -Gæti það seinkað framkvæmdum og samningum? ,,Já. Það gæti auðveldlega gert það." Þrír dagar eru nú frá því stærsti viðsemjandinn, Alcoa, hætti við. Hörður vill ekki kalla það áfall. Alltaf megi búast við því, þegar tekist sé á um mikla hagsmuni, að samningar náist ekki við alla aðila. Hvort þetta skaði samningsstöðu Landsvirkjunar gagnvart öðrum svarar Hörður: ,,Nei."
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira