Segir kreppuna geta seinkað uppbyggingu á Norðurlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 20. október 2011 18:45 Forstjóri Landsvirkjunar getur engu lofað um uppbyggingu í Þingeyjarsýslum á næstunni og hefur verulegar áhyggjur af því að efnahagskreppan í Evrópu seinki framkvæmdum. Iðnaðarráðherrra segir að annað álfyrirtæki en Alcoa sé meðal fimm fyrirtækja í viðræðum um orkuna. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sat fyrir svörum atvinnuveganefndar Alþingis í morgun um það hversvegna áform um álver á Bakka fóru út um þúfur. ,,Það er ekki það að það sé pólitísk ákvörðun að tala ekki við álfyrirtækin," sagði Hörður frammi fyrir þingnefndinni. Ekki hafi verið til næg orka, álver þurfti minnst fjögurhundruð megavött. Landsvirkjun gat boðið tvöhundruð, sagði Hörður, en best myndi henta þeim að byggja upp í næsta skrefi 50 megavött í Bjarnarflagi og 100 megavött á Þeistareykjum. Framhald mála var rætt í þingsalnum eftir hádegi. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra sagði að núna ættu menn að fagna því að fimm fyrirtæki væri í alvarlegum viðræðum við Landsvirkjun um atvinnuuppbyggingu fyrir norðan. Og eitt þeirra meira að segja álfyrirtæki, sagði Katrín. Það telji sig geta byggt upp með öðrum hætti, á þeim hraða sem jarðvarminn fyrir norðan bjóði upp á. En hvenær býst forstjóri Landsvirkjunar við að uppbyggingin hefjist? Það segir Hörður ráðast af því hvenær samningar náist við einhvern þeirra aðila sem nú sé rætt við. Ekki sé ljóst hvenær það gerist. Spurður hvort líkur séu á að það gerist á næstu vikum eða mánuðum svarar forstjórinn að því geti hann ekki lofað. Spurður hvort Landsvirkjunarmenn hafi áhyggjur af þeirri kreppu sem nú ríði yfir Evrópu og Vesturlönd svarar hann: ,,Já, verulegar áhyggur." -Gæti það seinkað framkvæmdum og samningum? ,,Já. Það gæti auðveldlega gert það." Þrír dagar eru nú frá því stærsti viðsemjandinn, Alcoa, hætti við. Hörður vill ekki kalla það áfall. Alltaf megi búast við því, þegar tekist sé á um mikla hagsmuni, að samningar náist ekki við alla aðila. Hvort þetta skaði samningsstöðu Landsvirkjunar gagnvart öðrum svarar Hörður: ,,Nei." Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Forstjóri Landsvirkjunar getur engu lofað um uppbyggingu í Þingeyjarsýslum á næstunni og hefur verulegar áhyggjur af því að efnahagskreppan í Evrópu seinki framkvæmdum. Iðnaðarráðherrra segir að annað álfyrirtæki en Alcoa sé meðal fimm fyrirtækja í viðræðum um orkuna. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sat fyrir svörum atvinnuveganefndar Alþingis í morgun um það hversvegna áform um álver á Bakka fóru út um þúfur. ,,Það er ekki það að það sé pólitísk ákvörðun að tala ekki við álfyrirtækin," sagði Hörður frammi fyrir þingnefndinni. Ekki hafi verið til næg orka, álver þurfti minnst fjögurhundruð megavött. Landsvirkjun gat boðið tvöhundruð, sagði Hörður, en best myndi henta þeim að byggja upp í næsta skrefi 50 megavött í Bjarnarflagi og 100 megavött á Þeistareykjum. Framhald mála var rætt í þingsalnum eftir hádegi. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra sagði að núna ættu menn að fagna því að fimm fyrirtæki væri í alvarlegum viðræðum við Landsvirkjun um atvinnuuppbyggingu fyrir norðan. Og eitt þeirra meira að segja álfyrirtæki, sagði Katrín. Það telji sig geta byggt upp með öðrum hætti, á þeim hraða sem jarðvarminn fyrir norðan bjóði upp á. En hvenær býst forstjóri Landsvirkjunar við að uppbyggingin hefjist? Það segir Hörður ráðast af því hvenær samningar náist við einhvern þeirra aðila sem nú sé rætt við. Ekki sé ljóst hvenær það gerist. Spurður hvort líkur séu á að það gerist á næstu vikum eða mánuðum svarar forstjórinn að því geti hann ekki lofað. Spurður hvort Landsvirkjunarmenn hafi áhyggjur af þeirri kreppu sem nú ríði yfir Evrópu og Vesturlönd svarar hann: ,,Já, verulegar áhyggur." -Gæti það seinkað framkvæmdum og samningum? ,,Já. Það gæti auðveldlega gert það." Þrír dagar eru nú frá því stærsti viðsemjandinn, Alcoa, hætti við. Hörður vill ekki kalla það áfall. Alltaf megi búast við því, þegar tekist sé á um mikla hagsmuni, að samningar náist ekki við alla aðila. Hvort þetta skaði samningsstöðu Landsvirkjunar gagnvart öðrum svarar Hörður: ,,Nei."
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira