Innlent

Bleika boðið í Hörpu

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. Mynd Valli
Krabbameinsfélag Ísland heldur Bleika boðið í Hörpu fimmtudaginn, 27. október. Þar mæta 1000 konur í fjölbreytta skemmtun – en margir af fremstu listamönnum þjóðarinnar leggja sitt af mörkum til að gleðja gesti. Miðasala fer fram á vefnum bleikabodid.is og er verði haldið í lágmarki. Miðaverð er 1.200 krónur. Aðgöngumiða fylgir einnig happdrættismiði, en happdrættið er til styrktar Bleiku slaufunni og eru veglegir vinningar í boði.

Norðlenskar konur þurfa ekki að örvænta því að miðvikudagskvöldið 26. október verður Bleika boðið haldið í Hofi á Akureyri. Þetta er í fyrsta sinn sem boðið verður haldið á Akureyri og er það fyrir tilstuðlan verkefnastjóra Hofsins, Láru Sóleyjar Jóhannsdóttur. Boðið verður upp á listafólk, hönnun og tísku í glæsileg dagskrá. Miðar á Bleika konukvöldið á Akureyri fást í Hofi og á vefnum menningarhus.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×