Innlent

Haarder verður forseti Norðurlandaráðs

Frá síðasta Norðurlandaráðsþingi.
Frá síðasta Norðurlandaráðsþingi. Mynd Stefán Karlsson
Bertel Haarder, fyrrverandi samstarfsráðherra Danmerkur og ráðherra til margra ára, verður næsti forseti Norðurlandaráðs.

Harder situr á danska þinginu fyrir flokkinn Venstre. Hann á að baki langan ráðherraferil, en síðast var hann innaríkis- og heilbrigðisráðherra.

Jafnaðarmaðurinn Maja Panduro verður varaforseti. Hún hefur setið á þingi frá árinu 2009 og er ný í Norðurlandaráði. Hún er menntuð í stjórnmálafræði.

Ástæðan fyrir því að skipt hefur verið um forseta og varaforseta í Norðurlandaráði er að ný ríkisstjórn hefur tekið við völdum í Danmörku.

Henrik Dam Kristensen, fyrrverandi forseti Norðurlandaráðs, er nú samgönguráðherra, en Marion Pedersen, fyrrverandi varaforseti, hætti á þingi eftir kosningarnar 15. september 2011.

Bertel Haarder hefur lengi verið virkur í norrænu samstarfi, meðal annars sem samstarfsráðherra Danmerkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×