Erlent

Danskur liðþjálfi fyrir herrétt

Mynd/AP
Liðþjálfi í danska hernum hefur verið dreginn fyrir herrétt fyrir að skipa mönnum sínum inn á jarðsprengjusvæði í Afganistan. Atvikið átti sér stað þann þriðja september en þá sprakk sprengja í vegarkanti með þeim afleiðingum að hinn 22 ára gamli Jakob Olsen féll og fjórir félagar hans særðust.

Foringi þeirra hefur nú verið kærður vegna atviksins en hann staðhæfir að þeir hafi verið á ferð um svæðið án hans vitneskju. Hann hefði  bannað þeim að fara þar um ef hann hefði vitað af þeim. Liðþjálfinn gæti átt yfir höfði sér þriggja ára fangelsi, verði hann fundinn sekur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×