Erlent

Viðbrögð við dómi yfir Tymoshenko

Júlía Tymoshenko ásamt dóttur sinni og eiginmanni þegar dómurinn var kveðinn upp fyrr í dag.
Júlía Tymoshenko ásamt dóttur sinni og eiginmanni þegar dómurinn var kveðinn upp fyrr í dag. mynd/AFp
Margir þjóðarleiðtogar og samtök hafa brugðist við dómsuppkvaðningu í máli Júlí Tymoshenko fyrr í dag. Tymoshenko, fyrrverandi forsætisráðherra, Úkraínu var fundin sek um að hafa misbeitt valdi sínu árið 2009 þegar Úkraínska orkufyrirtækið Naftogaz gerði viðskiptasamning við Gazprom.

Tymoshenko var dæmd í sjö ára fangelsi og þarf að greiða til baka þær 119 milljón evrur sem Naftogaz hefði tapað á samingnum.

Evrópusambandið varaði yfirvöld Úkraínu við og sagði að dómurinn myndi draga dilk á eftir sér.

Vladimir Pútín, forsætisráðherra Rússlands, sagði dóminn óskiljanlegan. Einnig sagði Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíðþjóðar, að um sýndarréttarhöld væri um að ræða.

Viktor Yanukovych, forseti Úkraínu, sagðist skilja óánægju fólks með dóminn. Hann minnti á að dómurinn væri ekki endalegur enda átti eftir að áfrýja honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×