Innlent

Eldur í íbúð í Eskihlíð, kettir fengu far með sjúkrabíl

Eldur kviknaði í íbúð á fjórðu hæð í fjölbýlishúsi við Eskihlíð um miðnætti. Íbúar annarsstaðar í húsinu heyrðu í reyksynjara í íbúðinni, en þar sem engin virtist vera heima kölluðu þeir á slökkvilið.

Reykkafarar voru sendir inn í íbúðina og slökktu þeir eldinn, sem logaði í eldhúsinu.

Aðrar íbúðir í stigaganginum voru rýmdar á meðan á því stóð en hleypt inn aftur þegar búið var að reykræsta stigaganginn.

Slökkviliðsmenn fundu tvo ketti  í íbúðinni og fóru með þá út í sjúkrabíl þar sem læknir skoðaði þá og var ákveðið að aka þeim á dýraspítalann í Víðidal til frekari skoðunar.

Miklar skemmdir urðu í íbúðinni af völdum elds og reyks. Eldsupptök eru ókunn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×