Við urðum appelsínugul - hvað gerðist svo? Davíð Stefánsson skrifar 5. október 2011 17:30 Í Búsáhaldabyltingunni árið 2009 hitnaði jafnt og þétt í kolunum og eftir nokkra daga stefndi í ofbeldisfullar óeirðir. Ofbeldi var á næstu grösum. En hvað gerðist þá? Samviska þjóðarinnar virkjaðist. Nokkrir hugaðir einstaklingar slógu skjöld um lögregluna á ögurstundu þegar ofbeldismenn notuðu mótmælin til að grýta þá með þungum steinum. Þessir einstaklingar megnuðu að breyta hugarfari fleiri einstaklinga og í kjölfarið fæddist Appelsínugula byltingin. Mótmælin lituðust af friðarvilja; þau urðu appelsínugul. Allir sem vildu sýna afstöðu sína gegn ofbeldi gerðu það með skýrum hætti, með borðum, klæðnaði eða öðrum appelsínugulum merkingum. Á endanum varð þetta viðhorf ríkjandi. Búsáhaldabyltingin var hávær, takftföst og kjaftfor - en hún var ekki ofbeldisfull. Búsáhaldabyltingin fékk ekki að verða ofbeldisfull vegna þess að þjóðin tók til sinna ráða.Hvenær er ofbeldi „skiljanlegt"? Núna er tónninn annar. Núna er orðin sjálfsögð hefð að grýta Alþingismenn. „Hin árlega busavígsla" eins og Guðmundur Andri Thorsson kallar þingsetninguna. Síðasta laugardag fengu mörg egg að fjúka. Árni Þór Sigurðsson fékk egg í gagnaugað af slíku afli að hann féll í götuna. En egg er svo mjúkt, sögðu menn. Það er bara ekki satt. Egg er mjúkt þversum en það er glerhart langsum. Högg á gagnaugað er alltaf alvarlegt mál. Og satt best að segja gef ég ekkert fyrir þessi mjúku-eggja-rök. Mér finnst þau reyndar algerlega út í hött og ég skal glaður útskýra af hverju.Hvað ef ég grýti eggi í barnið þitt? Hér eru nokkrar lykilspurningar sem vert er að velta fyrir sér - vilji maður skoða eigin viðhorf gagnvart ofbeldi: 1) Ef þér finnst egg vera nógu mjúk til að grýta þeim í Alþingismenn - mætti ég þá grýta einu slíku í barnið þitt? Ef ekki, af hverju ekki? Má ég fara í bíó og kasta poppkorni í barnið þitt allan tímann? Er það í lagi? Er það kannski bara í lagi ef barnið hefur eitthvað til saka unnið? Ef það hefur t.d. sýnt mér dónaskap - má ég þá kasta í það poppkorni eða einhverju öðru mjúku, t.d. kókosbollum eða kandýflossi? 2) Hefur einhver einhvern tímann staðið fyrir framan þig og spennt gúmmíteygju í áttina að andlitinu á þér? Upplifðir þú óþægindi? Af hverju? Veistu ekki að teygjan er mjúk og gæti aldrei skaðað þig alvarlega? 3) Hefur einhver reitt hnefa á loft og beint honum að þér? Beitti hann þig ofbeldi? 4) Skilurðu að hótun um ofbeldi er ofbeldi í sjálfu sér? „Þú færð að kenna á þessu, ég stúta þér, réttast væri að hýða þig, ég lem þig, ég drep þig." Skilurðu að hótun um ofbeldi og limlestingar er lögbrot samkvæmt skilningi samfélagsins eins og hann birtist í lögum? Af hverju ætli það sé? Af því bara? 5) Skilurðu að við erum í raun að gera fórnarlambið ábyrgt fyrir ofbeldinu? Rökleiðslan er svona: „Það er í lagi að kasta hlutum í Alþingismenn vegna þess að þeir eru alveg ómögulegir. Þeir eiga það skilið." Þetta hljómar kunnuglega - sumir vilja t.d. kenna klæðaburði kvenna um það þegar þeim er nauðgað: „Hún átti ekki að klæða sig svona glannalega. Hún kallaði þetta yfir sig." Skilurðu hversu alvarlegur þessi hugsunarháttur er?Við berum öll ábyrgð á þróun samfélagsins Við erum á skuggalegri leið. Við erum á leiðinni að samþykkja, sem samfélag, að sumt ofbeldi sé í lagi, undir „réttum" kringumstæðum. Við gerum það öll ef við höldum áfram af þegja og sætta okkur við ofbeldi á Austurvelli. Og hvernig ætlum við þá að stöðva ofbeldi á öðrum stöðum? Ef við erum farin að sýna ofbeldinu skilning og samþykkja það á Austurvelli - hvernig ætlum við að tjónka við aðra sem beita ofbeldi? Í skólunum? Úti á götu? Inni á heimilum? Ætlum við þá að samþykkja að nemendur beiti kennara „mjúku" ofbeldi? Ætlum við þá að viðurkenna „mjúkar" útgáfur af heimilisofbeldi? Við höfum á síðustu dögum fært okkur umtalsvert nær því að samþykkja ofbeldi sem eðlilega hegðun. Við höfum tekið úr sambandi þá hugmynd að ógnandi tilburðir séu ofbeldi í sjálfu sér. Ætlum við að vera sátt við þá þróun? Hversu lengi? Þangað til einhver lætur lífið eða skaðast alvarlega? Hvenær getum við þá farið að tala um siðrof á Íslandi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í Búsáhaldabyltingunni árið 2009 hitnaði jafnt og þétt í kolunum og eftir nokkra daga stefndi í ofbeldisfullar óeirðir. Ofbeldi var á næstu grösum. En hvað gerðist þá? Samviska þjóðarinnar virkjaðist. Nokkrir hugaðir einstaklingar slógu skjöld um lögregluna á ögurstundu þegar ofbeldismenn notuðu mótmælin til að grýta þá með þungum steinum. Þessir einstaklingar megnuðu að breyta hugarfari fleiri einstaklinga og í kjölfarið fæddist Appelsínugula byltingin. Mótmælin lituðust af friðarvilja; þau urðu appelsínugul. Allir sem vildu sýna afstöðu sína gegn ofbeldi gerðu það með skýrum hætti, með borðum, klæðnaði eða öðrum appelsínugulum merkingum. Á endanum varð þetta viðhorf ríkjandi. Búsáhaldabyltingin var hávær, takftföst og kjaftfor - en hún var ekki ofbeldisfull. Búsáhaldabyltingin fékk ekki að verða ofbeldisfull vegna þess að þjóðin tók til sinna ráða.Hvenær er ofbeldi „skiljanlegt"? Núna er tónninn annar. Núna er orðin sjálfsögð hefð að grýta Alþingismenn. „Hin árlega busavígsla" eins og Guðmundur Andri Thorsson kallar þingsetninguna. Síðasta laugardag fengu mörg egg að fjúka. Árni Þór Sigurðsson fékk egg í gagnaugað af slíku afli að hann féll í götuna. En egg er svo mjúkt, sögðu menn. Það er bara ekki satt. Egg er mjúkt þversum en það er glerhart langsum. Högg á gagnaugað er alltaf alvarlegt mál. Og satt best að segja gef ég ekkert fyrir þessi mjúku-eggja-rök. Mér finnst þau reyndar algerlega út í hött og ég skal glaður útskýra af hverju.Hvað ef ég grýti eggi í barnið þitt? Hér eru nokkrar lykilspurningar sem vert er að velta fyrir sér - vilji maður skoða eigin viðhorf gagnvart ofbeldi: 1) Ef þér finnst egg vera nógu mjúk til að grýta þeim í Alþingismenn - mætti ég þá grýta einu slíku í barnið þitt? Ef ekki, af hverju ekki? Má ég fara í bíó og kasta poppkorni í barnið þitt allan tímann? Er það í lagi? Er það kannski bara í lagi ef barnið hefur eitthvað til saka unnið? Ef það hefur t.d. sýnt mér dónaskap - má ég þá kasta í það poppkorni eða einhverju öðru mjúku, t.d. kókosbollum eða kandýflossi? 2) Hefur einhver einhvern tímann staðið fyrir framan þig og spennt gúmmíteygju í áttina að andlitinu á þér? Upplifðir þú óþægindi? Af hverju? Veistu ekki að teygjan er mjúk og gæti aldrei skaðað þig alvarlega? 3) Hefur einhver reitt hnefa á loft og beint honum að þér? Beitti hann þig ofbeldi? 4) Skilurðu að hótun um ofbeldi er ofbeldi í sjálfu sér? „Þú færð að kenna á þessu, ég stúta þér, réttast væri að hýða þig, ég lem þig, ég drep þig." Skilurðu að hótun um ofbeldi og limlestingar er lögbrot samkvæmt skilningi samfélagsins eins og hann birtist í lögum? Af hverju ætli það sé? Af því bara? 5) Skilurðu að við erum í raun að gera fórnarlambið ábyrgt fyrir ofbeldinu? Rökleiðslan er svona: „Það er í lagi að kasta hlutum í Alþingismenn vegna þess að þeir eru alveg ómögulegir. Þeir eiga það skilið." Þetta hljómar kunnuglega - sumir vilja t.d. kenna klæðaburði kvenna um það þegar þeim er nauðgað: „Hún átti ekki að klæða sig svona glannalega. Hún kallaði þetta yfir sig." Skilurðu hversu alvarlegur þessi hugsunarháttur er?Við berum öll ábyrgð á þróun samfélagsins Við erum á skuggalegri leið. Við erum á leiðinni að samþykkja, sem samfélag, að sumt ofbeldi sé í lagi, undir „réttum" kringumstæðum. Við gerum það öll ef við höldum áfram af þegja og sætta okkur við ofbeldi á Austurvelli. Og hvernig ætlum við þá að stöðva ofbeldi á öðrum stöðum? Ef við erum farin að sýna ofbeldinu skilning og samþykkja það á Austurvelli - hvernig ætlum við að tjónka við aðra sem beita ofbeldi? Í skólunum? Úti á götu? Inni á heimilum? Ætlum við þá að samþykkja að nemendur beiti kennara „mjúku" ofbeldi? Ætlum við þá að viðurkenna „mjúkar" útgáfur af heimilisofbeldi? Við höfum á síðustu dögum fært okkur umtalsvert nær því að samþykkja ofbeldi sem eðlilega hegðun. Við höfum tekið úr sambandi þá hugmynd að ógnandi tilburðir séu ofbeldi í sjálfu sér. Ætlum við að vera sátt við þá þróun? Hversu lengi? Þangað til einhver lætur lífið eða skaðast alvarlega? Hvenær getum við þá farið að tala um siðrof á Íslandi?
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun