Skemmtilegri í 25 ár Ari Edwald skrifar 9. október 2011 08:00 Þegar Stöð 2 hóf útsendingar 9. október 1986 - fyrst frjálsra og einkarekinna sjónvarpsstöðva á Íslandi - hafði þjóðin í reynd ekki fengið að kynnast til fulls áhrifamætti og notagildi þessa magnaða miðils, sjónvarpsins. Það mun ekki hafa skort efasemdir um að slíkt framtak væri yfirhöfuð á færi einkaaðila og að sjónvarpsrekstur gæti staðið undir sér sem fyrirtæki á okkar smáa markaði. En frumherjarnir voru stórhuga og settu stefnuna á alhliða sjálfstæða sjónvarpsstöð, sem byði upp á fyrsta flokks sjónvarpsefni af öllu tagi. Þeir töldu einfaldlega að stöðin myndi ekki hljóta nægilega útbreiðslu sem áskriftarstöð á meðal íslensku þjóðarinnar ef markið væri sett lægra. Allar götur síðan hefur það verið meginmarkmið stöðvarinnar að skemmta þjóðinni. Stytta henni stundir heima í stofu með því að bjóða upp á vandlega valda blöndu af vinsælasta erlenda skemmtiefninu, bestu íslensku dagskrárgerð sem völ er á, vönduðu barnaefni og síðast en ekki síst fréttum og fréttatengdri umfjöllun, á mannamáli, um fólkið í landinu fyrir fólkið í landinu. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur staðið vaktina frá fyrsta starfsdegi stöðvarinnar og er hún gott dæmi um þau þrekvirki sem unnin hafa verið á stöðinni. En brautryðjendaverk Stöðvar 2 eru sannarlega margvísleg. Án hennar þyrftum við ef til vill enn að þola sjónvarpslaus fimmtudagskvöld og í ofanálag heilan mánuð af stillimynd í júlí. Við þetta má líka bæta að Stöð 2 var fyrsta stöðin til að bjóða upp á dagskrá allan sólarhringinn, talsett barnaefni, í morgundagskrá um helgar, sérstaka hliðarstöð helgaða bíómyndum, plúsrásir, stafræna útsendingu, háskerpuútsendingu, þrívíddarútsendingu, frelsi til að horfa á þætti þegar best hentar og svo mætti lengi telja. Það er bjargföst trú mín að Stöð 2 verði áfram leiðandi í framþróun íslensks sjónvarps og tengdra miðla. En þrátt fyrir þessa jákvæðu og nauðsynlegu nýjungagirni, allt sem gengið hefur á, eigendaskipti og mannabreytingar, höfum við aldrei misst sjónar af því sem mestu máli skiptir; að bjóða áskrifendum ætíð upp á framúrskarandi dagskrá. Og við gleymum því heldur aldrei að það eru áskrifendur sem ráða ferðinni og ákveða á endanum dagskrá stöðvarinnar. Það gera þeir með frelsi sínu og valdi til að velja og hafna því sem við höfum upp á að bjóða. Það eru líka áskrifendur Stöðvar 2, ásamt auglýsendum og framúrskarandi lista- og hæfileikafólki, sem eiga heiðurinn af öllu því frábæra innlenda dagskrárefni sem Stöð 2 hefur boðið upp á. Áskrifendur eru þar með einn helsti bakhjarl kvikmynda- og þáttagerðar í landinu og þeirra framfara sem átt hafa sér stað í sjónvarpsþáttagerð á Íslandi. Þessu gleymum við aldrei og er okkur því efst í huga á þessu stórafmæli Stöðvar 2 - þakklæti. Þakklæti til alls þess starfsfólks, skemmtikrafta og listafólks sem gætt hefur stöðina lífi, þakklæti til auglýsenda fyrir þá tiltrú sem þeir hafa sýnt stöðinni og síðast en ekki síst þakklæti til áskrifenda sem gert hafa Stöð 2 skemmtilegri í 25 ár - og munu áfram gera um ókomna tíð því þetta er ekki bara smellið slagorð, heldur loforð. Þess vegna horfum við björtum augum á komandi vetur og langa framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Þegar Stöð 2 hóf útsendingar 9. október 1986 - fyrst frjálsra og einkarekinna sjónvarpsstöðva á Íslandi - hafði þjóðin í reynd ekki fengið að kynnast til fulls áhrifamætti og notagildi þessa magnaða miðils, sjónvarpsins. Það mun ekki hafa skort efasemdir um að slíkt framtak væri yfirhöfuð á færi einkaaðila og að sjónvarpsrekstur gæti staðið undir sér sem fyrirtæki á okkar smáa markaði. En frumherjarnir voru stórhuga og settu stefnuna á alhliða sjálfstæða sjónvarpsstöð, sem byði upp á fyrsta flokks sjónvarpsefni af öllu tagi. Þeir töldu einfaldlega að stöðin myndi ekki hljóta nægilega útbreiðslu sem áskriftarstöð á meðal íslensku þjóðarinnar ef markið væri sett lægra. Allar götur síðan hefur það verið meginmarkmið stöðvarinnar að skemmta þjóðinni. Stytta henni stundir heima í stofu með því að bjóða upp á vandlega valda blöndu af vinsælasta erlenda skemmtiefninu, bestu íslensku dagskrárgerð sem völ er á, vönduðu barnaefni og síðast en ekki síst fréttum og fréttatengdri umfjöllun, á mannamáli, um fólkið í landinu fyrir fólkið í landinu. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur staðið vaktina frá fyrsta starfsdegi stöðvarinnar og er hún gott dæmi um þau þrekvirki sem unnin hafa verið á stöðinni. En brautryðjendaverk Stöðvar 2 eru sannarlega margvísleg. Án hennar þyrftum við ef til vill enn að þola sjónvarpslaus fimmtudagskvöld og í ofanálag heilan mánuð af stillimynd í júlí. Við þetta má líka bæta að Stöð 2 var fyrsta stöðin til að bjóða upp á dagskrá allan sólarhringinn, talsett barnaefni, í morgundagskrá um helgar, sérstaka hliðarstöð helgaða bíómyndum, plúsrásir, stafræna útsendingu, háskerpuútsendingu, þrívíddarútsendingu, frelsi til að horfa á þætti þegar best hentar og svo mætti lengi telja. Það er bjargföst trú mín að Stöð 2 verði áfram leiðandi í framþróun íslensks sjónvarps og tengdra miðla. En þrátt fyrir þessa jákvæðu og nauðsynlegu nýjungagirni, allt sem gengið hefur á, eigendaskipti og mannabreytingar, höfum við aldrei misst sjónar af því sem mestu máli skiptir; að bjóða áskrifendum ætíð upp á framúrskarandi dagskrá. Og við gleymum því heldur aldrei að það eru áskrifendur sem ráða ferðinni og ákveða á endanum dagskrá stöðvarinnar. Það gera þeir með frelsi sínu og valdi til að velja og hafna því sem við höfum upp á að bjóða. Það eru líka áskrifendur Stöðvar 2, ásamt auglýsendum og framúrskarandi lista- og hæfileikafólki, sem eiga heiðurinn af öllu því frábæra innlenda dagskrárefni sem Stöð 2 hefur boðið upp á. Áskrifendur eru þar með einn helsti bakhjarl kvikmynda- og þáttagerðar í landinu og þeirra framfara sem átt hafa sér stað í sjónvarpsþáttagerð á Íslandi. Þessu gleymum við aldrei og er okkur því efst í huga á þessu stórafmæli Stöðvar 2 - þakklæti. Þakklæti til alls þess starfsfólks, skemmtikrafta og listafólks sem gætt hefur stöðina lífi, þakklæti til auglýsenda fyrir þá tiltrú sem þeir hafa sýnt stöðinni og síðast en ekki síst þakklæti til áskrifenda sem gert hafa Stöð 2 skemmtilegri í 25 ár - og munu áfram gera um ókomna tíð því þetta er ekki bara smellið slagorð, heldur loforð. Þess vegna horfum við björtum augum á komandi vetur og langa framtíð.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun