Umfjöllun: Flautukarfa Páls Axels tryggði Grindavík sigur Kolbeinn Tumi Daðason í DHL-höllinni skrifar 9. október 2011 21:02 Páll Axel Vilbergsson var hetja Grindavíkur. Páll Axel Vilbergsson var hetja Grindvíkinga í 87-85 sigri á KR-ingum í Meistaraleik KKÍ í DHL-höllinni í kvöld. Páll Axel skoraði magnaða flautukröfu og tryggði Grindvíkingum dramatískan sigur. Grindvíkingar höfðu frumkvæðið í fyrri hálfleiknum í DHL-höllinni. Þeir höfðu tveggja stiga forystu að loknum fyrsta leikhluta, 23-25, og bættu í fyrri hluta annars leikhluta. Jóhann Árni Ólafsson var iðinn við kolann skoraði tólf stig. Í stöðunni 33-44 Grindvíkingum í vil tóku KR-ingar við sér. Þeir pressuðu hátt á vellinum og breyttu í svæðisvörn. Það gekk fullkomlega upp. Liðið skoraði síðustu tíu stig hálfleiksins og eins stigs munur á liðunum í hálfleik 43-44. David Tairu, annar af tveimur Könum KR-liðsins, fór fyrir Vesturbæingum í hálfleiknum. Tairu skoraði 13 stig og tók sjö fráköst. Gestirnir frá Grindavík hófu seinni hálfleikinn betur en KR-ingar voru þó aldrei langt undan. Þeir skoruðu fimm stig á fimm sekúndum undir lok þriðja leikhluta þar sem Emil Jóhannsson skoraði flautukörfu fyrir utan. Staðan 67-67 og allt í járnum. Enn á ný tóku Grindvíkingar frumkvæðið í fjórða leikhluta og komust í 69-74. Þá skoruðu KR-ingar fimm stig á örfáum sekúndum og unnu boltann í kjölfarið. Helgi Jónas Guðfinsson, þjálfari Grindavíkur, tók umsvifalaust leikhlé. Leikhléið bara ekki árangur. KR-ingar voru afar grimmir í vörninni og gáfu Grindvíkingum engann frið. Þeir komust yfir 75-74 í fyrsta skipti í leiknum síðan í stöðunni 3-0. Þeir létu kné fylgja kviði og í stöðunni 79-76 fyrir KR og þrjár mínútur til leiksloka tók Helgi Jónas aftur leikhlé. Mikil spenna var síðustu mínúturnar. Þorleifur Ólafsson skoraði úr tveimur vítaskotum og í næstu sókn tróð Sigurður Þorsteinsson með tilþrifum og kom gestunum yfir á nýjan leik 79-80. Staðan var 82-82 þegar síðasta mínútan fór í hönd. Giordan Watson sótti villu, skoraði úr tveimur vítaskotum og kom gestunum tveimur stigum yfir. Emil Jóhannsson gerði slíkt hið sama á hinum enda vallarins en nýtti aðeins annað skotið. KR-ingar pressuðu Grindvíkinga og unnu fljótlega boltann. Brotið var á David Tairu sem fór á línuna þegar 14 sekúndur voru eftir. Hann nýtti bæði skotin og KR-ingar komnir yfir. Þorleifur Ólafsson bar upp boltann og átti skot sem geigaði. Knötturinn hafnaði útaf og Grindvíkingar áttu innkast þegar hálf sekúnda var eftir. Páll Axel Vilbergsson, sem hafði látið lítið fyrir sér fara, fékk boltann galopinn fyrir utan þriggja stiga línuna og skoraði. Ótrúleg karfa og magnaður endir á fjörugum leik. Giordon Watson var atkvæðamestur Grindvíkinga í kvöld. Hann skoraði 23 stig, tók 7 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Ólafur Ólafsson skoraði 14 stig, tók 5 fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. David Tairu fór fyrir KR-ingum í kvöld. Hann skoraði 26 stig, tók 9 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Hreggviður Magnússon kom næstur með 20 stig og 6 fráköst.KR-Grindavik 85-87 (43-46)KR: David Tairu 26/9 fráköst, Hreggviður Magnússon 20/6 fráköst, Edward Lee Horton Jr. 11/8 fráköst/6 stoðsendingar, Emil Þór Jóhannsson 9/6 stolnir, Skarphéðinn Freyr Ingason 7, Martin Hermannsson 5, Finnur Atli Magnusson 5/5 fráköst, Ágúst Angantýsson 2/4 fráköst.Grindavik: Giordan Watson 24/7 fráköst/5 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 14/5 fráköst/3 varin skot, Jóhann Árni Ólafsson 13, Páll Axel Vilbergsson 12/7 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8/9 fráköst/4 varin skot, Ómar Örn Sævarsson 7/9 fráköst/3 varin skot, Þorleifur Ólafsson 6, Ármann Vilbergsson 3. Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Páll Axel Vilbergsson var hetja Grindvíkinga í 87-85 sigri á KR-ingum í Meistaraleik KKÍ í DHL-höllinni í kvöld. Páll Axel skoraði magnaða flautukröfu og tryggði Grindvíkingum dramatískan sigur. Grindvíkingar höfðu frumkvæðið í fyrri hálfleiknum í DHL-höllinni. Þeir höfðu tveggja stiga forystu að loknum fyrsta leikhluta, 23-25, og bættu í fyrri hluta annars leikhluta. Jóhann Árni Ólafsson var iðinn við kolann skoraði tólf stig. Í stöðunni 33-44 Grindvíkingum í vil tóku KR-ingar við sér. Þeir pressuðu hátt á vellinum og breyttu í svæðisvörn. Það gekk fullkomlega upp. Liðið skoraði síðustu tíu stig hálfleiksins og eins stigs munur á liðunum í hálfleik 43-44. David Tairu, annar af tveimur Könum KR-liðsins, fór fyrir Vesturbæingum í hálfleiknum. Tairu skoraði 13 stig og tók sjö fráköst. Gestirnir frá Grindavík hófu seinni hálfleikinn betur en KR-ingar voru þó aldrei langt undan. Þeir skoruðu fimm stig á fimm sekúndum undir lok þriðja leikhluta þar sem Emil Jóhannsson skoraði flautukörfu fyrir utan. Staðan 67-67 og allt í járnum. Enn á ný tóku Grindvíkingar frumkvæðið í fjórða leikhluta og komust í 69-74. Þá skoruðu KR-ingar fimm stig á örfáum sekúndum og unnu boltann í kjölfarið. Helgi Jónas Guðfinsson, þjálfari Grindavíkur, tók umsvifalaust leikhlé. Leikhléið bara ekki árangur. KR-ingar voru afar grimmir í vörninni og gáfu Grindvíkingum engann frið. Þeir komust yfir 75-74 í fyrsta skipti í leiknum síðan í stöðunni 3-0. Þeir létu kné fylgja kviði og í stöðunni 79-76 fyrir KR og þrjár mínútur til leiksloka tók Helgi Jónas aftur leikhlé. Mikil spenna var síðustu mínúturnar. Þorleifur Ólafsson skoraði úr tveimur vítaskotum og í næstu sókn tróð Sigurður Þorsteinsson með tilþrifum og kom gestunum yfir á nýjan leik 79-80. Staðan var 82-82 þegar síðasta mínútan fór í hönd. Giordan Watson sótti villu, skoraði úr tveimur vítaskotum og kom gestunum tveimur stigum yfir. Emil Jóhannsson gerði slíkt hið sama á hinum enda vallarins en nýtti aðeins annað skotið. KR-ingar pressuðu Grindvíkinga og unnu fljótlega boltann. Brotið var á David Tairu sem fór á línuna þegar 14 sekúndur voru eftir. Hann nýtti bæði skotin og KR-ingar komnir yfir. Þorleifur Ólafsson bar upp boltann og átti skot sem geigaði. Knötturinn hafnaði útaf og Grindvíkingar áttu innkast þegar hálf sekúnda var eftir. Páll Axel Vilbergsson, sem hafði látið lítið fyrir sér fara, fékk boltann galopinn fyrir utan þriggja stiga línuna og skoraði. Ótrúleg karfa og magnaður endir á fjörugum leik. Giordon Watson var atkvæðamestur Grindvíkinga í kvöld. Hann skoraði 23 stig, tók 7 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Ólafur Ólafsson skoraði 14 stig, tók 5 fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. David Tairu fór fyrir KR-ingum í kvöld. Hann skoraði 26 stig, tók 9 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Hreggviður Magnússon kom næstur með 20 stig og 6 fráköst.KR-Grindavik 85-87 (43-46)KR: David Tairu 26/9 fráköst, Hreggviður Magnússon 20/6 fráköst, Edward Lee Horton Jr. 11/8 fráköst/6 stoðsendingar, Emil Þór Jóhannsson 9/6 stolnir, Skarphéðinn Freyr Ingason 7, Martin Hermannsson 5, Finnur Atli Magnusson 5/5 fráköst, Ágúst Angantýsson 2/4 fráköst.Grindavik: Giordan Watson 24/7 fráköst/5 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 14/5 fráköst/3 varin skot, Jóhann Árni Ólafsson 13, Páll Axel Vilbergsson 12/7 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8/9 fráköst/4 varin skot, Ómar Örn Sævarsson 7/9 fráköst/3 varin skot, Þorleifur Ólafsson 6, Ármann Vilbergsson 3.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira