Erlent

Ævisaga Assange kemur út

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ævisaga Assange kemur út í óþökk hans.
Ævisaga Assange kemur út í óþökk hans. Mynd/ AFP.
Um þessar mundir er að koma á markað ævisaga Julian Assange, sem þekktastur er fyrir að hafa stofnað WikiLeaks uppljóstrunarsíðuna. Bókin kemur út í óþökk Assange sjálfs. Útgefendur segja í samtali við BBC að Assange hafi skrifað undir samning um bókina þann 20 desember síðastliðinn. Hann hafi svo setið með rithöfundi í meira en 50 klukkustundir þar sem viðtöl við hann voru hljóðrituð. Svo ákvað Assange að hætta við. Útgefendurnir hjá Canongate Books segja að þá hafi verið ákveðið að birta bókina án samþykkis Assange og án þess að upplýsa hann um það hvenær hún kæmi út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×