Erlent

Interpol eltir son Gaddafi

Muammar Gaddaf.
Muammar Gaddaf. mynd/AFP
Hin tímabundna ríkisstjórn Líbíu hefur beðið Interpol um setja út alþjóðlega handtökuheimild á hendur Saadi, sem er einn af sonum Muammars Gaddafi. Þetta er í fyrsta sinn sem yfirvöld í Líbíu hafa biðlað til Interpol en áður hafði stofnunin sett fyrrum einræðisherrann, elsta son hans og arftaka Saif al-Islam og fyrrum hernaðarráðgjafa Gadaffi, Abdullah al-Senussi, á sérstakan lista yfir ódæðismenn. Núverandi stjórnendur Líbíu vilja rétta yfir fyrrum stjórnvöldum þar í landi. Þeir telja pólitíska togstreitu og þrjósku fylgismanna Gaddafi hægja á frelsun Líbíu. Lykilatriði sé að ganga frá öllum lausum endum, fyrst þá verði ný ríkisstjórn Líbíu sett á laggirnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×