Erlent

Bloggaði um flugáætlun forseta Bandaríkjanna

Flugvél forsetans.
Flugvél forsetans.
Japanskur flugumferðastjóri hefur verið yfirheyrður vegna gruns um að  hann hafi bloggað um flugáætlun flugvélar forseta Bandaríkjanna þegar hann kom í opinbera heimsókn til landsins í nóvember á síðasta ári.

Flugumferðastjórinn, sem er á fimmtugsaldri, er meðal annars grunaður um að hafa tekið ljósmyndir af áætlun flugvélarinnar. Upplýsingarnar voru nokkuð nákvæmar. Meðal annars kom fram í hvaða flughæð vélin myndi fljúga.

Samkvæmt japönskum fjölmiðlum ætlar forsætisráðherra Japans að biðja Barack Obama afsökunar á öryggisbrestinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×