Erlent

Kjarnorkuslys í Frakklandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Óttast er að geislavirk efni leki út í Frakklandi.
Óttast er að geislavirk efni leki út í Frakklandi. Mynd/ AFP.
Sprenging varð í franska kjarnorkuverinu Marcoule í morgun, samkvæmt frásögnum fjölmiðla þar. Kjarnorkuverskmiðjan er á Gardsvæðinu á suðurhluta Frakklands eftir því sem fram kemur á fréttavef BBC. Fram kemur á fréttavef Le Figaro að einn hafi farist í sprengingunni og þrír hafi slasast.

Fréttamiðlum ber ekki saman um það hvort hætta sé á að geislavirk efni leki út. Reuters fréttastofan hefur eftir lögreglunni að engin hætta sé á því. BBC segir hins vegar að hætta sé á ferðinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×