Aron og Emilía vinsælust 13. september 2011 22:30 Hinir síðustu verða fyrstir. Og það á líka um nöfn. Þau nöfn sem fyrir hartnær öld þóttu skrípi eru vinsælust í dag. Mynd úr safni Aron var vinsælasta strákanafnið á síðasta ári, en Emilía vinsælasta stelpunafnið. Nafnahefðin er að breytast hér á landi, en nöfn sem voru á ljótu-nafnalista árið 1916 eru nú með vinsælustu nöfnum. Hvað á barnið að heita er spurning sem allir foreldrar þurfa að svara, og getur mótað allt líf barnsins. Algengasta svarið við þeirri spurningu á síðasta ári var Aron, en 60 sveinbörn fædd 2010 hlutu það nafn. Næst á eftir í vinsældaröðinni hjá foreldrum drengja var Viktor og þar á eftir hið gamalgróna nafn Jón. Tölurnar í svigunum segja okkur hvar nöfnin voru í vinsældaröðinni árið 2009, en þá tróndi Alexander á toppi listans áður en hann féll um nokkur sæti í fyrra. Logi var svo eitt alvinsælasta millinafnið, en hvort tilviljun ein ráði því að mörg vinsælustu nöfnin eigi sér samsvörun í íslenska handboltalandsliðinu skal ósagt látið. Í stúlknaflokki var Emilía svo vinsælasta nafnið, en þar á eftir biblíunöfnin Sara og Eva. Þar speglast sá mikli viðsnúningur sem orðið hefur í nafnahefðinni á Íslandi, en árið 1916 var Eva á lista Hins íslenska Þjóðvinafélags yfir nafnaskrípi sem þóttu svo álappaleg að vara þyrfti fólk við þeim. Einmitt það. Viðsnúningurinn sést einnig þegar vinsælustu nöfnin í fyrra eru borin saman við algengustu nöfnin á Íslandi, sem gefa nokkuð góða vísbendingu um strauma síðustu áratuga í nafngiftum. Þar sjáum við að aðeins tvö af algengustu nöfnunum rötuðu inn á topplista síðasta árs í tilviki drengja, Jón og Sigurður. Í tilviki stúlkna er breytingin ekki jafnaugljós, því fjögur af algengustu kvennöfnum landsins nutu vinsælda á síðasta ári; Guðrún, Anna, Kristín og María. Burt séð frá því eiga ný nöfn þó enn langt í land með að ryðja þeim gömlu úr vegi, enda hafa algengustu nöfnin verið óbreytt í áraraðir og Jón og Gunna eru enn nöfn langflestra Íslendinga. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira
Aron var vinsælasta strákanafnið á síðasta ári, en Emilía vinsælasta stelpunafnið. Nafnahefðin er að breytast hér á landi, en nöfn sem voru á ljótu-nafnalista árið 1916 eru nú með vinsælustu nöfnum. Hvað á barnið að heita er spurning sem allir foreldrar þurfa að svara, og getur mótað allt líf barnsins. Algengasta svarið við þeirri spurningu á síðasta ári var Aron, en 60 sveinbörn fædd 2010 hlutu það nafn. Næst á eftir í vinsældaröðinni hjá foreldrum drengja var Viktor og þar á eftir hið gamalgróna nafn Jón. Tölurnar í svigunum segja okkur hvar nöfnin voru í vinsældaröðinni árið 2009, en þá tróndi Alexander á toppi listans áður en hann féll um nokkur sæti í fyrra. Logi var svo eitt alvinsælasta millinafnið, en hvort tilviljun ein ráði því að mörg vinsælustu nöfnin eigi sér samsvörun í íslenska handboltalandsliðinu skal ósagt látið. Í stúlknaflokki var Emilía svo vinsælasta nafnið, en þar á eftir biblíunöfnin Sara og Eva. Þar speglast sá mikli viðsnúningur sem orðið hefur í nafnahefðinni á Íslandi, en árið 1916 var Eva á lista Hins íslenska Þjóðvinafélags yfir nafnaskrípi sem þóttu svo álappaleg að vara þyrfti fólk við þeim. Einmitt það. Viðsnúningurinn sést einnig þegar vinsælustu nöfnin í fyrra eru borin saman við algengustu nöfnin á Íslandi, sem gefa nokkuð góða vísbendingu um strauma síðustu áratuga í nafngiftum. Þar sjáum við að aðeins tvö af algengustu nöfnunum rötuðu inn á topplista síðasta árs í tilviki drengja, Jón og Sigurður. Í tilviki stúlkna er breytingin ekki jafnaugljós, því fjögur af algengustu kvennöfnum landsins nutu vinsælda á síðasta ári; Guðrún, Anna, Kristín og María. Burt séð frá því eiga ný nöfn þó enn langt í land með að ryðja þeim gömlu úr vegi, enda hafa algengustu nöfnin verið óbreytt í áraraðir og Jón og Gunna eru enn nöfn langflestra Íslendinga.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira