Erlent

Handtekinn fyrir að bíta snák

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Maðurinn var handtekinn fyrir að bíta snák. Mynd/ Getty.
Maðurinn var handtekinn fyrir að bíta snák. Mynd/ Getty.
Karlmaður er í gæsluvarðhaldi í Kalíforníufylki vegna gruns um að hann hafi bitið snák. Andrew Pettit, yfirlögregluþjónn í Sacramento, segir að maðurinn sem heitir David Senk, sé sakaður um að misþyrma skriðdýrinu.

Sky fréttastöðin segir að snákurinn hafi undirgengist skurðaðgerð og nokkur rifbein hafi eyðilagst. Senk, sem vistaður er í fangelsi í Sacramento, sagði við KOVR sjónvarpsstöðina, að hann mundi ekkert eftir atvikinu því að hann hafi verið svo dauðadrukkinn. Honum liði samt mjög illa yfir því.

„Ég verð drukkinn, ég verði galinn. Ég veit ekki af hverju ég gerði þetta. Ég hef verið drykkjusjúklingur í langan tíma,“ sagði Senk, aðspurður um það af hverju hann hefði gert þetta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×