Erlent

Ikea notaði pólítíska fanga í sófasmíði

Skv. Stasí gögnum notaðist Ikea við vinnuafl fanga á áttunda áratugnum.
Skv. Stasí gögnum notaðist Ikea við vinnuafl fanga á áttunda áratugnum. Mynd/AP
Ikea notaðist við vinnuafl fanga á áttunda áratugnum, þetta kemur fram í gögnum Stasí. Þýska ríkissjónvarpið segir frá því að upp hafi komist um samstarfið við rannsóknir á gögnum frá austur-þýsku leyniþjónustunni Stasí. Ein verksmiðjanna þar sem hinn vinsæli Klippan sófi var framleiddur, stóð við hlið fangelsis í bænum Waldhiem. Í viðtali við sjónvarpsstöðina sagði fyrrum fangelsisstjóri á staðnum að vinnuframlag fanganna hafi verið fastur liður í starfi verksmiðjunnar.

Í sjónvarpsþætti um málið er rætt við Hans Otto Klare, fyrrum fanga, sem sat inni fyrir að hafa gert tilraun til að flýja Austur Þýskaland og segir hann frá ömurlegum aðstæðum í verksmiðjunni. "Vinnuhópurinn minn bjó á efri hæð verksmiðjunnar þar sem allir gluggar voru huldir en svo voru verksmiðjuvélarnar á neðri hæðinni. Vélarnar voru ekki búnar sætum, heyrnahlífum né hönskum. Þetta voru mun frumstæðari aðstæður en fundust í Þýskalandi á þessum tíma. Þetta var þrælavinna."

Sabine Nold, fjölmiðlafulltrúi Ikea í Þýskalandi sagðist í þættinum ekki hafa neitt um málið að segja og daginn sem þátturinn fór í loftið í Þýskalandi gaf Ikea út yfirlýsingu um að þeir hefðu ekki fundið neinar sannanir um fangavinnu en hörmuðu ef slíkt hefði átt sér stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×