Erlent

Óttast aðra hryðjuverkaárás um helgina

Tvíburaturnir hrundu til grunna eftir að flugvélum var flogið á þá.
Tvíburaturnir hrundu til grunna eftir að flugvélum var flogið á þá. Mynd/AFP
Bandarísk yfirvöld óttast hryðjuverkaárás á landið 11. september næstkomandi en þá verða tíu ár liðin frá árásunum á tvíburaturnana í New York.

Yfirvöld segja hættuna mesta í höfuðborg landsins, Washington DC og New York. Michael Bloomberg, borgarstjóri New York borgar segir að öryggisgæsla verði hert til muna á næstu dögum, aðallega við brýr borgarinnar, í göngum hennar og í almenningssamgöngum, sérstaklega í neðanjarðarlestum.

Minningarathöfn til heiðurs þeirra sem létust í árásinni á tvíburaturnana verður haldin þar sem turnarnir stóðu en alls fórust 3000 manns í árásinni.

Bæði núverandi og fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna, þeir Barack Obama og George Bush yngri verða viðstaddir minningarathöfnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×