Erlent

Rafmagnslaust í Bandaríkjunum

Miðborg Los Angeles
Miðborg Los Angeles
Yfir tvær milljónir manna eru nú án rafmagns í ríkjunum Kaliforníu og Arizona í Bandaríkjunum og hluta af Mexíkó, eftir að rafmagn sló fyrirvaralaust út í morgun. Í Kaliforníu slökknaði á tveimur kjarnaofnum og miklar tafir eru á umferð víða.

Öllum flugum til og frá borginni San Diego hefur verið aflýst og þá liggur lestarkerfið í Los Angeles niðri. Slökkviliðsmenn hafa aðstoðað fólk sem hefur setið fast í lyftum í háhýsum.

Yfirvöld rannsaka nú ástæðu þess að rafmagnið sló út. Í fyrstu var talið að um hryðjuverk væri að ræða en það hefur verið útilokað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×