Erlent

Réttlætið spottað í Íran

Shane Bauer (til vinstri) og Josh Fattal hlutu átta ára fangelsisvist fyrir njósnir og að koma óleyfilega til Íran.
Shane Bauer (til vinstri) og Josh Fattal hlutu átta ára fangelsisvist fyrir njósnir og að koma óleyfilega til Íran. Fréttablaðið/AP
Talsmaður Amnesty International segir dómana sem bandarískir ferðalangar hlutu í Íran síðastliðinn laugardag „hafa réttlætið að spotti". Hann segir ekkert benda til þess að drengirnir séu njósnarar og hvetur stjórnvöld í Íran til að sleppa þeim hið snarasta.

Ferðalangarnir voru handteknir í júlí árið 2009 þegar þeir fóru óafvitandi yfir ómerkt landamæri Íran. Þeir hafa nú eytt tveimur árum í fangelsi með ákæru fyrir njósnir yfir höfði sér. Á laugardaginn hlutu þeir átta ára fangelsisdóm.

Á heimasíðu Guardian er því velt upp hvort þessi þungi dómur yfir bandarískum ríkisborgurum sé mótleikur við tilkynningu utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna frá því síðasta fimmtudag þess efnis að Íran sé eitt virkasta hryðjuverkaríki heims.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×