Enski boltinn

Stuðningsmenn Liverpool þeir háværustu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kop-stúkan er fræg á Anfield, heimavelli Liverpool.
Kop-stúkan er fræg á Anfield, heimavelli Liverpool. Nordic Photos / Getty Images
Samkvæmt úttekt sem var gerð í Englandi eru stuðningsmenn Liverpool með mestu lætin af öllum stuðningsmönnum liðanna í ensku úrvalsdeildinni.

Það hefur verið mikil stemning á leikjum Liverpool eftir að Kenny Dalglish tók við í upphafi árs. Samkvæmt mælingunum hefur hávaðinn á leikjum Liverpool hækkað um 40 prósentustig síðan þá.

Það er vefsíðan Fan Chants sem tekur þessar upplýsingar saman en Manchester United er í öðru sæti og Aston Villa í því þriðja. Lundúnarliðið Fulham rekur lestina.

Listinn í heild sinni:

1 Liverpool 97 desíbel

2 Manchester United 94

3 Aston Villa 89

4 Everton 86

5 Blackpool 85

6 Stoke 83

7 Newcastle 82

8 West Ham 81

9 Chelsea 80

10 Sunderland 80

11 Arsenal 77

12 Wigan 72

13 Manchester City 71

14 Tottenham 70

15 Blackburn 67

16 Birmingham 70

17 Bolton 69

18 Wolves 69

19 West Brom 67

20 Fulham 65




Fleiri fréttir

Sjá meira


×