Innlent

Nýtt vikurit hefur göngu sína á Akureyri

Nýtt vikurit kemur út á Akureyri á morgun, fimmtudaginn 10. ágúst. Blaðið nefnist einfaldlega Akureyri en það er félagið Fótspor ehf. sem stendur að baki útgáfunni.

Akureyri verður gefið út í átta þúsund eintökum og verður því dreift inn á öll heimili á Akureyri, bæjarbúum að kostnaðarlausu. Blaðið er fréttarit, en því er ritstýrt af Birni Þorlákssyni, blaðamanni og rithöfundi.

Sem dæmi um greinar sem munu birtast í fyrsta tölublaðinu er úttekt á störfum L-listans, sem hefur hreinan meirihluta í bæjarstjórninni, norðlensk veitingahúsarýni og viðtal við ofvirkan kraftaverkamann sem tókst í sjálfboðavinnu að koma upp 100 milljóna safni í miðri kreppunni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×