Segir fulltrúa Íslands hafa andmælt tillögu gegn spillingu 12. ágúst 2011 18:45 Íslenskir embættismenn, í umboði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, lögðust gegn því að studd yrði óbreytt tillaga sem átti að sporna gegn spillingu á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins. Þetta segir formaður umhverfisnefndar Alþingis. Formaður íslensku sendinefndarinnar vísar þessu á bug. Fulltrúar Íslands á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins gengu út af fundi ráðsins í Jersey hinn 15 júlí sl. ásamt fulltrúum Noregs, Japans og ýmissa eyríkja til að koma í veg fyrir að fundurinn yrði ályktunarhæfur, en fulltrúar Argentínu og Brasilíu höfðu þá borið fram til atkvæða tillögu um stofnun griðasvæðis hvala í Suður-Atlantshafi. Meint spilling innan Alþjóðahvalveiðiráðsins hefur lengi verið til umfjöllunar í fjölmiðlum en Japanir eru sagðir kaupa fátækari þjóðir, eins og ýmis eyríki í Karíbahafi, til þátttöku í ráðinu og greiða fyrir þau þátttökugjöld og uppihald á fundum ráðsins. Þetta kom t.d rækilega fram í heimildarmyndinni The Cove. Meðal þess sem afgreiða átti á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins núna í júlí var tillaga Breta sem snerist að hluta til um að framlög ríkja til Alþjóðahvalveiðiráðsins væru rafræn og rekjanleg frá banka til banka, en þetta var sett fram undir þeim merkjum að slíkt myndi sporna gegn spillingu innan ráðsins og auka gagnsæi. Mörður Árnason, formaður umhverfisnefndar Alþingis, gerir alvarlegar athugasemdir við framgöngu íslensku sendinefndarinnar þar sem hún hafi ekki viljað styðja tillöguna óbreytta. „Það kemur fram tillaga til þess að slá á spillingu í Alþjóðahvalveiðiráðinu. Til þess að koma í veg fyrir það sérstaklega að Japanir kaupi til liðs við sig fátæk ríki og tillagan snýst um það að greiðslurnar verði gagnsæjar, frá banka til banka. Síðan kemur íslenska sendinefndin, eða formaður hennar, og gerir sérstaka athugasemd við þetta. Það er ákaflega undarlegt og ekki í samræmi við það siðferði í viðskiptum og stjórnmálum sem við viljum viðhafa hér á landi," segir Mörður. Mörður segir að bandalag Íslands við Norðmenn, Japani og ýmis eyríki hafi leitt íslensku nefndina út í þennan málflutning. „Að færa fram rök sem eru mjög hæpin, gegn tillögu sem átti að slá á spillingu sem við höfum gagnrýnt mjög harðlega," segir Mörður. Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur í utanríkisráðuneytinu, sem fór fyrir íslensku nefndinni, vísar þessu á bug. Hann segir að Ísland hafi viljað sýna sveigjanleika því undir ákveðnum kringumstæðum geti ríki ekki greitt rafrænt, t.d þegar greiðslumiðlun liggi niðri. Tómas segir að íslenska nefndin hafi verið beðin um að mynda hóp ríkja til að leiða málið til lykta með samkomulagi. Hann segir að Ísland hafi síðan á endanum stutt samkomulag þar sem rafrænar greiðslur hafi verið gerðar að skilyrði fyrir þátttöku í Alþjóðahvalveiðiráðinu. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Sjá meira
Íslenskir embættismenn, í umboði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, lögðust gegn því að studd yrði óbreytt tillaga sem átti að sporna gegn spillingu á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins. Þetta segir formaður umhverfisnefndar Alþingis. Formaður íslensku sendinefndarinnar vísar þessu á bug. Fulltrúar Íslands á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins gengu út af fundi ráðsins í Jersey hinn 15 júlí sl. ásamt fulltrúum Noregs, Japans og ýmissa eyríkja til að koma í veg fyrir að fundurinn yrði ályktunarhæfur, en fulltrúar Argentínu og Brasilíu höfðu þá borið fram til atkvæða tillögu um stofnun griðasvæðis hvala í Suður-Atlantshafi. Meint spilling innan Alþjóðahvalveiðiráðsins hefur lengi verið til umfjöllunar í fjölmiðlum en Japanir eru sagðir kaupa fátækari þjóðir, eins og ýmis eyríki í Karíbahafi, til þátttöku í ráðinu og greiða fyrir þau þátttökugjöld og uppihald á fundum ráðsins. Þetta kom t.d rækilega fram í heimildarmyndinni The Cove. Meðal þess sem afgreiða átti á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins núna í júlí var tillaga Breta sem snerist að hluta til um að framlög ríkja til Alþjóðahvalveiðiráðsins væru rafræn og rekjanleg frá banka til banka, en þetta var sett fram undir þeim merkjum að slíkt myndi sporna gegn spillingu innan ráðsins og auka gagnsæi. Mörður Árnason, formaður umhverfisnefndar Alþingis, gerir alvarlegar athugasemdir við framgöngu íslensku sendinefndarinnar þar sem hún hafi ekki viljað styðja tillöguna óbreytta. „Það kemur fram tillaga til þess að slá á spillingu í Alþjóðahvalveiðiráðinu. Til þess að koma í veg fyrir það sérstaklega að Japanir kaupi til liðs við sig fátæk ríki og tillagan snýst um það að greiðslurnar verði gagnsæjar, frá banka til banka. Síðan kemur íslenska sendinefndin, eða formaður hennar, og gerir sérstaka athugasemd við þetta. Það er ákaflega undarlegt og ekki í samræmi við það siðferði í viðskiptum og stjórnmálum sem við viljum viðhafa hér á landi," segir Mörður. Mörður segir að bandalag Íslands við Norðmenn, Japani og ýmis eyríki hafi leitt íslensku nefndina út í þennan málflutning. „Að færa fram rök sem eru mjög hæpin, gegn tillögu sem átti að slá á spillingu sem við höfum gagnrýnt mjög harðlega," segir Mörður. Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur í utanríkisráðuneytinu, sem fór fyrir íslensku nefndinni, vísar þessu á bug. Hann segir að Ísland hafi viljað sýna sveigjanleika því undir ákveðnum kringumstæðum geti ríki ekki greitt rafrænt, t.d þegar greiðslumiðlun liggi niðri. Tómas segir að íslenska nefndin hafi verið beðin um að mynda hóp ríkja til að leiða málið til lykta með samkomulagi. Hann segir að Ísland hafi síðan á endanum stutt samkomulag þar sem rafrænar greiðslur hafi verið gerðar að skilyrði fyrir þátttöku í Alþjóðahvalveiðiráðinu. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Sjá meira