Sport

Guðrún Gróa nálægt því að vinna systur sína í kúluvarpi í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir.
Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir. Mynd/Stefán
Það var mikið systra-einvígi í kúluvarpi kvenna á Bikarkeppni FRÍ á Kópavogsvellinum í kvöld. Helga Margrét Þorsteinsdóttir fékk þá óvænta keppni frá eldri systur sinni Guðrúnu Gróu Þorsteinsdóttir sem skipti nýverið úr körfubolta yfir í Kraftlyftingar.

Helga Margrét sem er 20 ára keppti fyrir sameiginlegt lið Fjölnis og Ármanns en Guðrún Gróa sem er 22 ára náði í mikilvæg stig fyrir FH-inga.

Guðrún Gróa kastaði 12,61 metra í öðru kasti sínu og náði þar með forystu í kúluvarpskeppninni. Helga Margrét náði hinsvegar að tryggja sér sigurinn með því að kasta 12,76 metra í sínu fimmta og næstsíðasta kasti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×