Innlent

Ferðir Herjólfs hafa gengið vel

MYND/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON
Vel hefur gengið að flytja þjóðhátíðargesti með Herjólfi frá Vestmannaeyjum í dag. Herjólfur hefur farið fjórir ferðir á milli lands og Eyja í morgun, en fyrsta ferðin var farin klukkan hálf fimm í nótt. Skipið hefur verið fullnýtt í öllum ferðum og mun halda áfram að sigla milli Landeyjahafnar og Eyja á þriggja klukkustunda fresti næsta sólarhringinn eða þar til allir hafa komist til síns heima.

Í tilkynningu frá Eimskip sem rekur Herjólf eru farþegar sem eiga miða í ferðir sem farnar verða síðar í dag hvattir til að fara í biðlistaröðina svokölluðu. Reynt verður að koma þeim að eins fljótt og auðið er, en fjölmargir sem staðið hafa í röðinni hafa komist með fyrri ferðum til Landeyjahafnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×