Erlent

Ungabarn sem talið var látið hóf að gráta á útfararheimili

Mynd/AP
Lögregluyfirvöld í Brasilíu greindu frá því í dag að lífi nýfædds stúlkubarns hafi naumlega verið bjargað þegar hún fór skyndilega að gráta á útfararheimili í Araxa, en þangað hafði stúlkan verið færð eftir að læknar úrskurðuðu hana látna.

Móðir stúlkunnar, sem er 14 ára gömul, var komin sjö mánuði á leið þegar hún fæddi barnið síðastliðinn þriðjudag, en samkvæmt sjúkrahúsinu lét nýfædda stúlkan lífið skömmu eftir fæðinguna.

Lík barnsins var flutt á útfararheimili og var útfararstjórinn að búa hana undir greftrun þegar hún fór skyndilega að gráta. Stúlkan var þá flutt aftur á sjúkrahúsið með hraði þar sem hún var lögð inn á gjörgæsludeild.

Aðeins er liðin rúm vika síðan áttræður maður rankaði við sér í líkhúsi í Suður-Afríku, 21 klukkustund eftir að fjölskylda hans taldi hann hafa látist í kjölfar astmakasts.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×