Innlent

Buðu farþegum í Bláa lónið vegna seinkunar

Mynd úr safni / GVA
Iceland express hefur vegna seinkunar á flugi í morgun boðið farþegum í Bláa lónið þar sem einnig verður matur á boðstólnum. Um er að ræða seinkun á flugi félagsins til Almeria á Spáni vegna bilunar í vél. Upphaflega var fluginu seinkað til ellefu en nú hefur verið gefið út að næstu upplýsingar fáist klukkan eitt eftir hádegið.

Flugvélin sem átti að fara til Almeria er nú á Egilsstöðum þar sem hún lenti á leið sinni frá London. Unnið er að viðgerðum á vélinni.

Einhverjir farþeganna eru á leið í Bláa lónið en ósáttur farþegi sem hafði samband við fréttastofu segir konurnar margar hafa áhyggjur af því að mest allt snyrtidót þeirra sé í farangrinum og þær geti því ekki málað sig eftir ferð í Bláa lónið. Þá segist hann óttast að ástæður þess að farþegum sé boðið í mat og í Bláa lónið vera þá að búist sé við frekari seinkunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×