Erlent

Víkingabátur fórst við Hjaltlandseyjar

Óli Tynes skrifar
Drekavængur á siglingu
Drekavængur á siglingu
Sjö manns var bjargað þegar rúmlega fjörutíu feta norskur víkingabátur fórst á leiðinni til Hjaltlandseyja í gær. Báturinn er rársigldur og byggingarlagið frá tólftu öld. Báturinn heitir Drekavængur og undanafarin ár hefur hann verið notaður til að sigla með hópa við strendur Noregs.

 

Tilgangurinn með ferðinni til Hjaltlandseyja var að sækja þangað nýtt silkisegl sem hafði verið sérsaumað fyrir Drekavæng. Báturinn var kominn vel undir Hjaltlandseyjar og það voru þarlendir sem komu til bjargar eftir að áhöfnin sendi út neyðarkall. Hún var þá komin í gúmmíbát.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×