Erlent

Al-Qaida notar teiknimyndir til að heilla til sín ungt fólk

Osama bin Laden, stofnandi Al-Qaida samtakanna. Bandarísk stjórnvöld lýstu því yfir að hafa ráðið hann af dögum í Pakistan þann 2. maí síðastliðinn.
Osama bin Laden, stofnandi Al-Qaida samtakanna. Bandarísk stjórnvöld lýstu því yfir að hafa ráðið hann af dögum í Pakistan þann 2. maí síðastliðinn.
Hryðjuverkasamtökin Al-Qaida hafa það í hyggju að gefa út teiknimyndir með það fyrir augum að afla sér nýrra meðlima. Þetta tilkynnti Abu al-Laith al-Yemen hópurinn á arabískri vefsíðu.

Myndin sem samtökin hafa hug á að gera er sögð vera í Disney-stíl og beinast að börnum. Hún muni segja sögur af spámanninum, heilögum stríðum og sýna áróður gegn vestræna heiminum.

Senur úr myndinni munu samkvæmt frétt the Washington Post sýna drengi klædda herklæðum taka þátt í innrásum, morðum og skipulagningu hryðjuverka.

Þetta er ekki fyrsta tilraun hryðjuverkasamtakanna til að reyna að laða til sín mögulega meðlimi í gegnum leiðir marmiðlunarinnar. Ekki er langt síðan öfgahópur frá Yemen gaf út kvennatímarit á netinu þar sem boðið var upp á förðunar- og skírlífisráð.

Al-Qaida eru hryðjuverkasamtök súnní-íslamista sem stofnuð voru af Osama bin Laden undir lok 9. áratugar síðustu aldar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×