Erlent

Fyrstu lesbíurnar sem gifta sig í New York

Kitty Lambert og Cheryle Rudd eru fyrsta samkynhneigða parið í New York-ríki, sem gengur í löglegt hjónaband. Á miðnætti var samkynhneigðum pörum heimilað samkæmt lögum New York ríkis að gifta sig en það sjötta fylkið í Bandaríkjunum sem leyfir slík hjónabönd. Fjöldi fólks var viðstatt hjónavígsluna sem fór fram við Niagara fossa við landamæri Kanada.

Þær segjast stolltar að vera fulltrúar í þessu skrefi til að auka mannréttindi samkynhneigðra í Bandaríkjunum og þær séu að upplifa ameríska drauminn eins og allir aðrir Bandaríkjamenn hafi fengið í landinu hingað til.

Um 3000 pör sóttu um að fá að gifta sig á þessum fyrsta degi lögleiðingarinnar en aðeins um 700 komust að og var dregið um þau pör sem gefin voru saman í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×