Erlent

Fætur græddir á mann

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Aðgerðin var gerð í nótt. Mynd/ Getty.
Aðgerðin var gerð í nótt. Mynd/ Getty.
Tveir fætur voru græddir á mann á Spáni í nótt. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem slík aðgerð er framkvæmd. Sjúklingurinn er karlmaður, en fætur hans voru teknir af honum rétt fyrir ofan hné, eftir slys sem hann varð fyrir.

Ritzau fréttastofan segir að upphaflega hafi verið talið að maðurinn yrði í hjólastól ævilangt. „Þetta er í fyrsta sinn sem aðgerð af þessu tagi er gerð,“ segir í yfirlýsingu sem spænsk heilbrigðisyfirvöld sendu frá sér. Aðgerðin var gerð á La Fe-spítalanum í Valencia.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×