Morðtilraunin náðist á myndband 15. júlí 2011 10:26 Monte Carlo við Laugaveg Mynd/Úr safni „Þetta eru leiðindaatvik sem geta komið upp hvar sem er og það væri betra ef þau væru færri," segir Margeir Margeirsson, eigandi Monte Carlo og Mónakó á Laugavegi í Reykjavík. Karlmaður var stunginn lífshættulega í hálsinn svo slagæð rofnaði á veitingastaðnum Monte Carlo um miðnætti. Tilkynnt var um mann sem gekk þar berserksgang, vopnaður hnífi og ógnaði öllum innandyra. Maðurinn sem var stunginn er nú í öndunarvél á gjörgæsludeild. Margeir segist ekki hafa verið á staðnum en hafi komið stuttu eftir miðnætti og skoðað myndbandsupptökur af atvikinu. „Þar sést maður koma þarna inn og er með uppsteit og er vísað út. Svo kemur hann aftur rétt fyrir klukkan tólf og þá er verið að vísa honum út aftur. Þá stekkur hann til og stingur þennan mann, sem hann hafði verið að eiga orðastað við, í hálsinn," segir Margeir en gestir staðarins, sem og starfsfólk, hlúðu að þeim slasaða þar til sjúkraliðar komu á staðinn. Árásarmaðurinn var handtekinn á staðnum. Hann segir að árásarmaðurinn sé af erlendu bergi brotinn en hann hafi augljóslega verið undir áhrifum einhvers konar efna. „Mér skilst að það séu í gangi hættuleg eiturefni og það lýsir sér þannig að menn verða hálf geðveikir til augnanna - hann var akkúrat svoleiðis," segir hann. Hann segir að starfsfólk staðarins hafi brugðist rétt við aðstæðum í gærkvöldi. „Þetta er sem betur fer fátítt - ég er búinn að vera í þessum bransa í 25 ár og ég hef orðið vitni að því einstaka sinnum að menn séu hirtir með hnífa, en ekki til að fremja svona alvarleg atvik." Árásarmaðurinn var handtekinn á staðnum og verður hann yfirheyrður í dag. Ekki liggur fyrir hvort krafist verður gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir honum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar málið sem stórfellda líkamsárás. Tengdar fréttir Morðtilraun á veitingahúsi í Reykjavík Karlmaður var stunginn lífshættulega í hálsinn svo slagæð rofnaði á veitingastað við Laugaveg um miðnætti. Skömmu áður var tilkynnt um að óður maður gengi þar berserksgang , vopnaður hnífi, og ógnaði öllum innandyra. 15. júlí 2011 07:09 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Billy Long biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Sjá meira
„Þetta eru leiðindaatvik sem geta komið upp hvar sem er og það væri betra ef þau væru færri," segir Margeir Margeirsson, eigandi Monte Carlo og Mónakó á Laugavegi í Reykjavík. Karlmaður var stunginn lífshættulega í hálsinn svo slagæð rofnaði á veitingastaðnum Monte Carlo um miðnætti. Tilkynnt var um mann sem gekk þar berserksgang, vopnaður hnífi og ógnaði öllum innandyra. Maðurinn sem var stunginn er nú í öndunarvél á gjörgæsludeild. Margeir segist ekki hafa verið á staðnum en hafi komið stuttu eftir miðnætti og skoðað myndbandsupptökur af atvikinu. „Þar sést maður koma þarna inn og er með uppsteit og er vísað út. Svo kemur hann aftur rétt fyrir klukkan tólf og þá er verið að vísa honum út aftur. Þá stekkur hann til og stingur þennan mann, sem hann hafði verið að eiga orðastað við, í hálsinn," segir Margeir en gestir staðarins, sem og starfsfólk, hlúðu að þeim slasaða þar til sjúkraliðar komu á staðinn. Árásarmaðurinn var handtekinn á staðnum. Hann segir að árásarmaðurinn sé af erlendu bergi brotinn en hann hafi augljóslega verið undir áhrifum einhvers konar efna. „Mér skilst að það séu í gangi hættuleg eiturefni og það lýsir sér þannig að menn verða hálf geðveikir til augnanna - hann var akkúrat svoleiðis," segir hann. Hann segir að starfsfólk staðarins hafi brugðist rétt við aðstæðum í gærkvöldi. „Þetta er sem betur fer fátítt - ég er búinn að vera í þessum bransa í 25 ár og ég hef orðið vitni að því einstaka sinnum að menn séu hirtir með hnífa, en ekki til að fremja svona alvarleg atvik." Árásarmaðurinn var handtekinn á staðnum og verður hann yfirheyrður í dag. Ekki liggur fyrir hvort krafist verður gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir honum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar málið sem stórfellda líkamsárás.
Tengdar fréttir Morðtilraun á veitingahúsi í Reykjavík Karlmaður var stunginn lífshættulega í hálsinn svo slagæð rofnaði á veitingastað við Laugaveg um miðnætti. Skömmu áður var tilkynnt um að óður maður gengi þar berserksgang , vopnaður hnífi, og ógnaði öllum innandyra. 15. júlí 2011 07:09 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Billy Long biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Sjá meira
Morðtilraun á veitingahúsi í Reykjavík Karlmaður var stunginn lífshættulega í hálsinn svo slagæð rofnaði á veitingastað við Laugaveg um miðnætti. Skömmu áður var tilkynnt um að óður maður gengi þar berserksgang , vopnaður hnífi, og ógnaði öllum innandyra. 15. júlí 2011 07:09
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent