Innlent

Yfirvinnubann flugmanna hefst á ný eftir helgi

Yfirvinnubann flugmanna hjá Icelandair tekur gildi að nýju á þriðjudag klukkan tvö eftir hádegi hafi ekki tekist samningar við Icelandair. Samningamenn flugmanna Icelandair og samningamenn félagsins komu saman til sáttafundar hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu, eftir að fundi þeirra lauk í gærkvöldi án árangurs.

Eins og greint hefur verið frá snýst deilan nú fyrst og fremst um starfsöryggi flugmanna, en ungir flugmenn una ekki lengur því að vera ráðnir á vorin og sagt upp að hausti ár eftir ár í allt að fimm til sex ár áður en þeir fá fastráðningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×