Segir bændur skjóta hátt yfir markið með hækkunum Hafsteinn Hauksson skrifar 15. júlí 2011 19:45 Bændur vilja sjá fjórðungshækkun á verði sauðfjár-afurða til framleiðenda. Formaður Neytendasamtakanna óttast að slíkt gæti hrundið af stað hrinu verðhækkana. Landssamtök sauðfjárbænda tilkynntu í morgun um 25 prósenta hækkun á viðmiðunarverði sínu. Afurðastöðvar eru ekki skuldbundnar til að greiða bændum hækkunina, þó sauðfjárbændur búist við að tekið verði mark á tillögunum. Bændur segja að verð sauðfjárafurða á alþjóðamörkuðum hafi hækkað um 130 prósent frá árinu 2008 vegna gengisfalls og aukinnar eftirspurnar, en útflutningur nemi um 40 prósent framleiðslunnar. Verð til bænda hafi ekki endurspeglað þessa þróun. Þannig hafi skapast svigrúm til að hækka verðið til framleiðenda án þess að það hafi endilega áhrif á útsöluverð til neytenda innanlands. Ingunn Þorsteinsdóttir, hagfræðingur hjá ASÍ, segir reynsluna þó aðra. „Reynslan er nú sú að í flestum tilfellum, þá skila hækkanir sér að mestum hluta til neytenda. Ég sé ekki að það verði neitt öðruvísi í þessu tilfelli," segir Ingunn, og bætir við að ný rannsóknarritgerð Seðlabankans renni stoðum undir það. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir bændur skjóta hátt yfir markið með kröfu um 25 prósenta hækkun sauðfjárafurðaverðs meðan verðbólga almennt mælist innan við fjórðungur þess. Hann telur þó að bændur séu fyrst og fremst að senda skilaboð til milliliða, og segir að eitthvað meiriháttar sé að í kerfi þar sem afurðaverð á heimsmarkaði hækki án þess að framleiðendur njóti þess. Hann segir að frekar þurfi að taka kerfið í gegn en bregðast við með stöku hækkunum. Jóhannes óttast samt að krafa bænda um hærra verð skili sér út í verðlag innanlands. Ef vörur í samkeppni við lambakjötið hækki ekki, þá muni sala lambakjöts hrynja. Annars stefni í keðjuverkun. „Ef þetta fer á versta veg þá geta aðrir hækkað í skjóli þessara verðhækkana," segir Jóhannes. „Það er erfitt að fullyrða um það, en það mun hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir neytendur ef svo fer." Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Bændur vilja sjá fjórðungshækkun á verði sauðfjár-afurða til framleiðenda. Formaður Neytendasamtakanna óttast að slíkt gæti hrundið af stað hrinu verðhækkana. Landssamtök sauðfjárbænda tilkynntu í morgun um 25 prósenta hækkun á viðmiðunarverði sínu. Afurðastöðvar eru ekki skuldbundnar til að greiða bændum hækkunina, þó sauðfjárbændur búist við að tekið verði mark á tillögunum. Bændur segja að verð sauðfjárafurða á alþjóðamörkuðum hafi hækkað um 130 prósent frá árinu 2008 vegna gengisfalls og aukinnar eftirspurnar, en útflutningur nemi um 40 prósent framleiðslunnar. Verð til bænda hafi ekki endurspeglað þessa þróun. Þannig hafi skapast svigrúm til að hækka verðið til framleiðenda án þess að það hafi endilega áhrif á útsöluverð til neytenda innanlands. Ingunn Þorsteinsdóttir, hagfræðingur hjá ASÍ, segir reynsluna þó aðra. „Reynslan er nú sú að í flestum tilfellum, þá skila hækkanir sér að mestum hluta til neytenda. Ég sé ekki að það verði neitt öðruvísi í þessu tilfelli," segir Ingunn, og bætir við að ný rannsóknarritgerð Seðlabankans renni stoðum undir það. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir bændur skjóta hátt yfir markið með kröfu um 25 prósenta hækkun sauðfjárafurðaverðs meðan verðbólga almennt mælist innan við fjórðungur þess. Hann telur þó að bændur séu fyrst og fremst að senda skilaboð til milliliða, og segir að eitthvað meiriháttar sé að í kerfi þar sem afurðaverð á heimsmarkaði hækki án þess að framleiðendur njóti þess. Hann segir að frekar þurfi að taka kerfið í gegn en bregðast við með stöku hækkunum. Jóhannes óttast samt að krafa bænda um hærra verð skili sér út í verðlag innanlands. Ef vörur í samkeppni við lambakjötið hækki ekki, þá muni sala lambakjöts hrynja. Annars stefni í keðjuverkun. „Ef þetta fer á versta veg þá geta aðrir hækkað í skjóli þessara verðhækkana," segir Jóhannes. „Það er erfitt að fullyrða um það, en það mun hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir neytendur ef svo fer."
Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels