Innlent

Leifsstöð rýmd eftir að eldur kom upp

Leifsstöð
Leifsstöð
Leifsstöð var rýmd fyrir stundu þegar eldur kom upp á efri hæð byggingarinnar en hann mun hafa komið upp fyrir utan Nord veitingastaðinn.

Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta. Þar segir að talið sé að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni og mikil gúmmí-lykt fylli flugstöðina.

Eftir því sem Vísir kemst næst er búið að slökkva eldinn og stendur nú reykhreinsun yfir. Lögreglumaður í Leifsstöð sagði í samtali við Vísi að hann gæti ekki tjáð sig um atvikið en staðfesti að eldur hefði komið upp.

Nánari upplýsingar þegar þær berast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×