Fær bætur frá ríkinu vegna valdbeitingar við þvagsýnatöku Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. júlí 2011 12:00 Frá Selfossi. Mynd/GVA Kona sem þvinguð var í þvagsýnatöku af lögreglunni á Selfossi árið 2007 hefur náð sátt við íslenska ríkið sem felur í sér viðurkenningu ríkisins á mistökum og greiðslu skaðabóta til konunnar. María Bergsdóttir var í mars 2007 stöðvuð af lögreglunni á Selfossi grunuð um ölvun við akstur. Tekið var þvagsýni úr Maríu með þvaglegg á lögreglustöðinni á Selfossi, eftir að hún hafði ekið út af rétt við Þingborg. Nota þurfti valdbeitingu við sýnatökuna, sem hjúkrunarfræðingur og læknir önnuðust og reyndist umtalsvert magn af alkóhóli í blóði konunnar. Hún var síðan í febrúar 2008 dæmd fyrir ölvun við akstur í Héraðsdómi Suðurlands og var dómurinn staðfestur af Hæstarétti. Valdbeiting við sýnatökuna með þvaglegg þótti umdeild á sínum tíma. Umboðsmaður Alþingis fjallaði um málið og komst að þeirri niðurstöðu í frumkvæðisathugun að lögreglan á Selfossi hefði hugsanlega brotið á mannréttindum konunnar. Í bréfi umboðsmanns, sem var beint til dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins, kom fram að lögreglan á Selfossi hefði ekki gætt meðalhófsreglunnar auk þess sem lögreglan hafi hugsanlega gerst brotleg við 3. grein Mannréttindasáttmála Evrópu, en ákvæðið kveður á um að engan megi beita pyndingum né annarri „ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð" eða refsingu. Konan krafðist skaðabóta frá ríkinu vegna þessar vansæmandi meðferðar sem hún þurfti að sæta af hálfu lögreglunnar á Selfossi og hefur nú náð samkomulagi við ríkið, að sögn Jóns Egilssonar, lögmanns hennar. Jón segir að konan sé mjög þakklát fyrir aðkomu umboðsmanns Alþingis að málinu sem hafði að eigin frumkvæði afskipti af því. Þá segir hann konuna þakkláta Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra, sem hafi gefið sér tíma til að hitta hana. Sátt náðist um greiðslu bótanna hinn 5. júlí síðastliðinn en Jón segir fjárhæð bótanna trúnaðarmál. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Kona sem þvinguð var í þvagsýnatöku af lögreglunni á Selfossi árið 2007 hefur náð sátt við íslenska ríkið sem felur í sér viðurkenningu ríkisins á mistökum og greiðslu skaðabóta til konunnar. María Bergsdóttir var í mars 2007 stöðvuð af lögreglunni á Selfossi grunuð um ölvun við akstur. Tekið var þvagsýni úr Maríu með þvaglegg á lögreglustöðinni á Selfossi, eftir að hún hafði ekið út af rétt við Þingborg. Nota þurfti valdbeitingu við sýnatökuna, sem hjúkrunarfræðingur og læknir önnuðust og reyndist umtalsvert magn af alkóhóli í blóði konunnar. Hún var síðan í febrúar 2008 dæmd fyrir ölvun við akstur í Héraðsdómi Suðurlands og var dómurinn staðfestur af Hæstarétti. Valdbeiting við sýnatökuna með þvaglegg þótti umdeild á sínum tíma. Umboðsmaður Alþingis fjallaði um málið og komst að þeirri niðurstöðu í frumkvæðisathugun að lögreglan á Selfossi hefði hugsanlega brotið á mannréttindum konunnar. Í bréfi umboðsmanns, sem var beint til dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins, kom fram að lögreglan á Selfossi hefði ekki gætt meðalhófsreglunnar auk þess sem lögreglan hafi hugsanlega gerst brotleg við 3. grein Mannréttindasáttmála Evrópu, en ákvæðið kveður á um að engan megi beita pyndingum né annarri „ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð" eða refsingu. Konan krafðist skaðabóta frá ríkinu vegna þessar vansæmandi meðferðar sem hún þurfti að sæta af hálfu lögreglunnar á Selfossi og hefur nú náð samkomulagi við ríkið, að sögn Jóns Egilssonar, lögmanns hennar. Jón segir að konan sé mjög þakklát fyrir aðkomu umboðsmanns Alþingis að málinu sem hafði að eigin frumkvæði afskipti af því. Þá segir hann konuna þakkláta Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra, sem hafi gefið sér tíma til að hitta hana. Sátt náðist um greiðslu bótanna hinn 5. júlí síðastliðinn en Jón segir fjárhæð bótanna trúnaðarmál. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira