Erlent

Handtóku meintan árásarmann

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Juan Carlos Spánarkonungi var sýnt banatilræði. Mynd/ afp.
Juan Carlos Spánarkonungi var sýnt banatilræði. Mynd/ afp.
Vopnaðir lögreglumenn handtóku í dag mann úr röðum aðskilnaðarsinna Baska, sem grunaðir eru um að hafa sýnt Juan Carlos Spánarkonungi, banatilræði árið 1997.

Það voru lögreglumenn í Cambridge í Englandi sem handtóku manninn, sem heitir Eneko Gogeaskoetxea Arronategui, í dag.

Evrópsk handtökuskipun hafði verið gefin út á hendur Arronategui.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×