Erlent

Jarðskjálfti nálægt Fukushima kjarnorkuslysstaðnum

Loftmynd af kjarnorkuverinu eftir seinni sprenginguna sem varð í kjölfar jarðskjálftans sem reið yfir Japan þann 11. mars síðastliðinn.
Loftmynd af kjarnorkuverinu eftir seinni sprenginguna sem varð í kjölfar jarðskjálftans sem reið yfir Japan þann 11. mars síðastliðinn. Mynd/AFP
Jarðskjálfti varð nálægt Fukushima kjarnorkuslysstaðnum í Japan á sjöunda tímanum í kvöld og mældist hann um 5,6 stig á richter skalanum. Upptök skjálftans voru í Kyrrahafinu, um 83 kílómetra suðaustur af Fukushima.

Engar flóðbylgjuviðvaranir voru gefnar út í kjölfar skjálftans, og engin slys hafa orðið á fólki eftir því sem greint er frá á síðu the Washington Post.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×