Fékk greiddar fjórar milljónir fyrir mistök Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. apríl 2011 17:00 Maðurinn lagði fé inn á reikning hjá Kaupþingi. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag mann til að endurgreiða 4 milljónir króna sem voru greiddar fyrir mistök inn á reikning hans í Kaupþingi um miðjan desember 2008. Bankinn sendi manninum áskorun í maí 2009 um endurgreiðslu fjárhæðarinnar þar sem hún hafði verið greidd fyrir mistök og skoraði á manninn að greiða fjárhæðina innan 10 daga að viðlögðum frekari innheimtuaðgerðum. Greiðsla barst ekki og því stefndi bankinn manninum. Maðurinn segir hins vegar að skömmu eftir hrun íslensks efnahagslífs í október 2008 hafi erlendur aðili, í Danmörku, haft samband við hann. Sá hafi sagst eiga íslenskar krónur í Danmörku sem væru að verða verðlausar þar. Best væri ef þær yrðu fluttar til Íslands. Þessi erlendi aðili hafi síðan millifært fjórar milljónir króna í byrjun desember og svo aðrar fjórar milljónir um miðjan mánuðinn. Fyrir fyrir greiðsluna keypti maðurinn bifreiðar og annan varning. Fyrir seinni greiðsluna kvaðst maðurinn hafa keypt bréf í fjárfestingabankanum Straumi, sem þá hafði lifað af fárviðrið sem geysaði í íslensku efnahagslífi. Héraðsdómur segir að reikningsyfirlit mannsins bendi ekki til þess að hann hafi keypt hlutabréf í Straumi. Dómurinn segir að af gögnum málsins verði ekki annað ráðið en maðurinn hafi vitað eða mátt vita, að hann hafi ekki átt lögmætt tilkall til greiðslunnar sem lögð var inn á bankareikning hans um miðjan desembermánuðinn. Hann var því dæmdur til að greiða bankanum 4 milljónir til baka, en hann hafði áður greitt 2,8 milljónir af því. Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag mann til að endurgreiða 4 milljónir króna sem voru greiddar fyrir mistök inn á reikning hans í Kaupþingi um miðjan desember 2008. Bankinn sendi manninum áskorun í maí 2009 um endurgreiðslu fjárhæðarinnar þar sem hún hafði verið greidd fyrir mistök og skoraði á manninn að greiða fjárhæðina innan 10 daga að viðlögðum frekari innheimtuaðgerðum. Greiðsla barst ekki og því stefndi bankinn manninum. Maðurinn segir hins vegar að skömmu eftir hrun íslensks efnahagslífs í október 2008 hafi erlendur aðili, í Danmörku, haft samband við hann. Sá hafi sagst eiga íslenskar krónur í Danmörku sem væru að verða verðlausar þar. Best væri ef þær yrðu fluttar til Íslands. Þessi erlendi aðili hafi síðan millifært fjórar milljónir króna í byrjun desember og svo aðrar fjórar milljónir um miðjan mánuðinn. Fyrir fyrir greiðsluna keypti maðurinn bifreiðar og annan varning. Fyrir seinni greiðsluna kvaðst maðurinn hafa keypt bréf í fjárfestingabankanum Straumi, sem þá hafði lifað af fárviðrið sem geysaði í íslensku efnahagslífi. Héraðsdómur segir að reikningsyfirlit mannsins bendi ekki til þess að hann hafi keypt hlutabréf í Straumi. Dómurinn segir að af gögnum málsins verði ekki annað ráðið en maðurinn hafi vitað eða mátt vita, að hann hafi ekki átt lögmætt tilkall til greiðslunnar sem lögð var inn á bankareikning hans um miðjan desembermánuðinn. Hann var því dæmdur til að greiða bankanum 4 milljónir til baka, en hann hafði áður greitt 2,8 milljónir af því.
Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira