Húkka sér bílfar á netinu 6. apríl 2011 22:30 MYND/Getty Þótt enn megi sjá stöku ferðalang standa með útréttan þumal við þjóðveginn húkka flestir nútíma puttalingar bílfar á netinu. Á sama tíma sækjast ferðamenn á bílaleigubílum eftir farþegum með sér. „Puttalingar nútímans skipuleggja ferðir sínar með auglýsingum á netinu og tryggja sér far með ókunnugum fram í tímann, en á sama tíma leita æ fleiri bíleigendur að samferðafólki til lengri ferða, og með góðum árangri," segir Birgir Þór Halldórsson eigandi vefsíðunnar samferda.is sem nú er helsti viðkomustaður puttalinga með líflegan húkkmarkað Íslendinga sem og útlendra ferðamanna um sveitir lands. „Eftir að kreppti að í buddum landsmanna 2009 varð sprenging í notkun vefsíðunnar og á þessu ári hafa komið fram nýir toppar sem ég skrifa á ofurhátt eldsneytisverð," segir Birgir og bætir við að allir græði á að vera samferða. „Þetta er hagkvæmt fyrir alla; ekki síst bíleigendur sem annars færu einir í tómum bíl með dýran bensíntank. Flestir ákveða fyrirfram hvað þeir leggja til í bensínkostnað, en samferða kemst fólk mun ódýrar á milli staða." Birgir segir hápunkta húkks vera frá miðvikudegi til laugardags, og um jól, páska og á sumrin. „Þeir sem óska sér farþega fylla oft bíla sína á innan við klukkustund og er ég þá iðulega beðinn um að taka út auglýsingar vegna mikillar eftirspurnar," segir Birgir, sem að hvata þýskrar vinkonu sinnar stofnaði samferda.is, en sams konar vefsíður hafa lengi verið ómissandi hluti ferðamennsku þar í landi. „Viðtökurnar urðu strax góðar en Akureyringar hafa frá upphafi verið duglegastir að nýta sér vefinn árið um kring," segir Birgir, en ferðalög innan samferda.is hafa ávallt snúist um lengri ferðir. „Af og til skapast umræða um samferðir innanbæjar en fólk óttast að innbrotsþjófar fylgist þá grannt með ferðum þess á dagvinnutíma," segir Birgir, sem efast ekki um að fólk hafi bundist vina- og jafnvel ástarböndum á ferðum sínum samferða, enda kynnist fólk dável saman í bíl klukkutímum saman. „Puttalingar eru með opnari hug en þeir sem kjósa að ferðast einir, og sem betur fer búum við enn í öruggu og vinsamlegu samfélagi þar sem fólk óttast ekki að fara í bíl með ókunnum," segir Birgir. Þegar vorar segir Birgir áberandi að útlendingar leiti farþega í bílaleigubíla sína, til að deila bensínkostnaði og upplifun sinni. „Þá fjölgar alltaf í hópi þeirra sem fer hringinn með því að húkka far, og spennandi að sjá hvernig fer nú þegar dýrtíð og auraleysi hamlar ferðafólki." thordis@frettabladid.is Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Þótt enn megi sjá stöku ferðalang standa með útréttan þumal við þjóðveginn húkka flestir nútíma puttalingar bílfar á netinu. Á sama tíma sækjast ferðamenn á bílaleigubílum eftir farþegum með sér. „Puttalingar nútímans skipuleggja ferðir sínar með auglýsingum á netinu og tryggja sér far með ókunnugum fram í tímann, en á sama tíma leita æ fleiri bíleigendur að samferðafólki til lengri ferða, og með góðum árangri," segir Birgir Þór Halldórsson eigandi vefsíðunnar samferda.is sem nú er helsti viðkomustaður puttalinga með líflegan húkkmarkað Íslendinga sem og útlendra ferðamanna um sveitir lands. „Eftir að kreppti að í buddum landsmanna 2009 varð sprenging í notkun vefsíðunnar og á þessu ári hafa komið fram nýir toppar sem ég skrifa á ofurhátt eldsneytisverð," segir Birgir og bætir við að allir græði á að vera samferða. „Þetta er hagkvæmt fyrir alla; ekki síst bíleigendur sem annars færu einir í tómum bíl með dýran bensíntank. Flestir ákveða fyrirfram hvað þeir leggja til í bensínkostnað, en samferða kemst fólk mun ódýrar á milli staða." Birgir segir hápunkta húkks vera frá miðvikudegi til laugardags, og um jól, páska og á sumrin. „Þeir sem óska sér farþega fylla oft bíla sína á innan við klukkustund og er ég þá iðulega beðinn um að taka út auglýsingar vegna mikillar eftirspurnar," segir Birgir, sem að hvata þýskrar vinkonu sinnar stofnaði samferda.is, en sams konar vefsíður hafa lengi verið ómissandi hluti ferðamennsku þar í landi. „Viðtökurnar urðu strax góðar en Akureyringar hafa frá upphafi verið duglegastir að nýta sér vefinn árið um kring," segir Birgir, en ferðalög innan samferda.is hafa ávallt snúist um lengri ferðir. „Af og til skapast umræða um samferðir innanbæjar en fólk óttast að innbrotsþjófar fylgist þá grannt með ferðum þess á dagvinnutíma," segir Birgir, sem efast ekki um að fólk hafi bundist vina- og jafnvel ástarböndum á ferðum sínum samferða, enda kynnist fólk dável saman í bíl klukkutímum saman. „Puttalingar eru með opnari hug en þeir sem kjósa að ferðast einir, og sem betur fer búum við enn í öruggu og vinsamlegu samfélagi þar sem fólk óttast ekki að fara í bíl með ókunnum," segir Birgir. Þegar vorar segir Birgir áberandi að útlendingar leiti farþega í bílaleigubíla sína, til að deila bensínkostnaði og upplifun sinni. „Þá fjölgar alltaf í hópi þeirra sem fer hringinn með því að húkka far, og spennandi að sjá hvernig fer nú þegar dýrtíð og auraleysi hamlar ferðafólki." thordis@frettabladid.is
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira